Ferð til Kola 2016 – stórlax og stuð

Við þökkum þeim sem mættu og skemmtu sér vonandi vel á kynningu vildarklúbbsins á laxveiðum í Rússlandi og veiðibúðum okkar í Grænlandi.

Á kyningunni fórum við yfir hvað það er sem togar svona við Kola. Í örstuttu máli er það eitt öðru fremur, stórlax og sénsinn á ofurstórlaxi. Auk þessa er áin sjálf hreint dásamleg að veiða, stór og mikil og fjölbreytt.

Við verðum með sérstaka vildarklúbbsferð til Kola 18-25. júní 2016. Við völdum þessa viku sérstaklega þar sem þetta er ein besta vikan í ánni. Jóhann Davíð hjá Lax-Á verður fararstjóri og hugmyndin er að hópurinn sem fer hittist í vetur í létt spjall og sameiginglega tilhlökkun.

Ferðin kostar 450.000 á mann eða 600.000 með flugi. Innifalið í því er öll pappírsvinna, veiðileyfi, matur og gisting í viku, gæd og bátur deildur með tveimur stöngum, fararstjórn.

95cm

Jóhann Davíð er ferðamálafræðingur að mennt, krónískur veiðisjúklingur og hefur farið áður í ferð til Kola.

Takmörkuð pláss eru í boði. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Hér er uppfærð síða með nánari upplýsingum um veiðina í Kola: Kola laxveiði

Ef veiðiklúbbar eða vinnustaðir vilja fá kynninguna heimsenda mæti ég með bros á vör.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is