Efsta svæði í Stóru Laxá opnaði með hvelli í gær. Töluvert er síðan fyrstu laxarnir sáust á svæðinu og menn voru því gríðar spenntir að fá að renna fyrir þá. Fyrstu menn renndu í gær og var eftirtekjan 8 stórlaxar eftir daginn og margir misstir. Laxarnir komu flestir af Hólmasvæðinu og allt voru þetta stórlaxar – 10 pund plús. Á …
Fyrsti laxinn kominn úr Tungufljóti!
Fyrstu veiðmennirnir dýfðu færi í Tungufljót í gær og skemmst er frá því að segja að það var líf undir. Fyrsti fiskurinn úr fljótinu var 75cm hrygna sem sjá má með fréttinni og fiskur númer tvö var 81cm hrygna. Báðir komu laxarnir úr Faxa. Við eigum veiðileyfi í fljótið næstu daga á mjög góðu verði sem sjá má hér: Tungufljót …
Flott opnun í Leirvogsá
Leirvogsá opnaði í gær þann 24.06 og var það Skúli fyrrverandi veiðivörður til margra ára sem opnaði ána ásamt félögum. Skemmst er frá því að segja að mikið líf var í opnun. Skúli og félagar lönduðu 11 löxum eftir daginn og margir misstir. Mesta lífið var við brúarsvæðið, í Kvörninni og þar um kring. Þeir urðu líka varir við töluvert …
Lokum snemma í dag -22.06
Vegna knattspyrnuleiks Íslands gegn Nígeríu á HM ætlum við að loka kl 14:40 í dag. Áfram Ísland!!! Starfsfólk Lax-Á
Opnun efri svæða í Blöndu
Svæði eitt í Blöndu hefur nú verið opið í 15 daga og er ágætis gangur í veiðinni. Þó eru vaktirnar enn nokkuð misjafnar þar sem menn eru að taka frá tveimur og upp í 13 á vakt. Þetta er alveg eftir bókinni á þessum tíma þar sem uppistaðan í veiðinni er tveggja ára laxinn. Við heyrðum svo af því að …
Ágætis byrjun í laxinum
Nú eru liðnir átta dagar síðan opnað var fyrir laxveiði í Blöndu. Opnunarhollið gekk ágætlega eins og við höfum sagt frá áður en 23 laxar komu á land. Heildarveiðin þessa átta fyrstu daga eru 52 laxar sem gerir 1,6 lax á stöng á dag sem er mjög fín veiði. Allt eru þetta nefnilega boltafiskar og flestir yfir 80cm. Stærstur var …
Laxinn mættur í Leirvogsá!
Árni Bald gerði sér ferð upp í Leirvog til að kanna aðstæður. Mikið og gott vatn var í ánni en tært. Í Móhyl sást vel ofan í vatnið og þar sá Árni þrjá tifandi stórlaxa. Það verður spennandi þegar áin er opnuð þann 24.06 en víst er að hann er mættur nú þegar. Veiðileyfi má finna í Leirvogsá hér: Leirvogsá Veiðikveðja …
Tilboð í Blöndu 1
Opnunin í Blöndu tók 23 laxa, allt vel haldnir höfðingjar, feitir og pattaralegir. Við eigum nokkar stangir núna næstu daga sem við ætlum að selja á súper fínu verði. Dagarnir 9-11.06 eru nú á eingöngu 69 þús á dag með fæði fyrir einn inniföldu. Dagarnir 11-13.06 er nú á eingöngu 80 þús á dag fyrir sama pakka. Drífðu þig af …
Fréttir af opnun Blöndu – fjórir á land!
Blanda var opnuð í morgun á slaginu kl 7:00. Tíðindamaður okkar fyrir norðan- Höskuldur Birkir Erlingsson sagði eftirfarandi frétt af opnuninni og tók þessar frábæru myndir: ” Veiði hófst í Blöndu kl.07.00 í morgun og það alveg á slaginu. UM kl.07.20, setti veiðimaðurinn Rúdólf Jósefsson í og landaði skömmu síðar fyrsta laxi sumarsins í Dammi norður. Nánast á sama augnabliki …
Opnun Blöndu 2018
Nú eru einungis sex dagar í að Blanda opni með pompi og prakt á svæði eitt. Við erum farin að verða gríðarlega spennt fyrir opnuninni og vonum að laxinn fjölmenni úr sjó feitur og pattaralegur. Við munum að sjálfsögðu segja ykkur fréttir af opnuninni um leið og eitthvað gerist. Aðstæður verða vonandi góðar til veiða, nú er lónið rétt í …