Við hjá Lax-Á verðum á íslensku fluguveiðisýningunni sem fram fer í Háskólabíói miðvikudaginn 21.03 næstkomandi. Sýningin er opnar kl 15:00 og svo verður þétt og skemmtileg dagskrá fram á kvöld. Við verðum í samningsstuði á sýningunni og eigum nokkur góð veiðileyfi í pokahorninu. Hér má finna allar upplýsingar um sýninguna: iffs.is Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is
Það gengur vel í Skotlandi
Eftir alveg skelfilegt veðurfar þar sem menn neyddust til að ösla snjó til að komast út í hálf frosna ána þá bötnuðu aðstæður í síðustu viku. Og með skaplegra veðri fór að hann að taka. Á svæðinu okkar í ánni Dee – Lower Crathes veiddust 14 laxar í vikunni sem er mjög góður árangur á skoskan mælikvarða. Nokkrir stórir komu …
Blanda svæði eitt 2018
Einhver albesta vorveiði á laxi sem hægt er að komast í er á svæði eitt í Blöndu. á síðustu árum hefur veiðin í júni verið mjög góð og skemmst er að minnast ársins 2016 þegar það var hrein veisla á svæðinu í júnímánuði. Síðasta ár var ekki alveg jafn gott en gott samt og hver veit hvað gerist nú í …
Stóra Laxá komin í vefsöluna!
Stóra Laxá hefur aldeilis rétt úr kútnum á undanförnum árum og hefur sumarveiðin sjaldnast farið undir 500 laxa og stundum vel upp fyrir þúsund laxa múrinn. Stóra Laxá er algerlega einstök veiðiá og er til að mynda svæði fjögur með fegurri veiðsvæðum á landinu og þótt víða væri leitað. Ekki skemmir svo fyrir að meðalþyngd laxa í ánni er há …
Blanda svæði 4
Svæði fjögur í Blöndu hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mörgum og þeir sem fara einu sinni koma flestir aftur. Blanda IV er gjörólíkt hinum svæðunum í Blöndu, blátær á, mun minni um sig en neðri svæðin. En fyrir laxinn í Blöndu er þetta mikilvæg uppeldisstöð og því safnast saman mikið magn af laxi þarna í gljúfrunum þegar líða tekur …
Þeir eru að fá hann í Skotlandi
Veiðar eru byrjaðar fyrir nokkru síðan í Skotlandi og þeir hafa verið að týna upp einn og einn silfursleginn nýgenginn. Við hjá Lax-Á höfum umsjón með einu besta svæðinu í ánni Dee sem heitir: “Lower Crathes”. Þar hafa verið að týnast á land nokkrir laxar í viku en aðstæður undanfarið hafa ekki verið upp á það besta en afar kallt …
Blanda svæði 2 -2018
Blanda tvö hefur alltaf verið ákaflega vinsælt svæði hjá okkur enda er veiðivon þar góð og verð nokkuð hagstæð. Sala hefur verið góð á svæðið en við eigum nokkrar góðar dagsetningar eftir. Fyrst ber að nefna að 21-23.07 er laus. Allt hollið, fjórar stangir í tvo daga. Það er eiginlega lögreglumál að þetta sé enn laust, frábær tími á svæði …
Vefsala Lax-Á
Við erum alltaf að bæta við bæði ám og framboði í vefsöluna hjá okkur og bjóðum upp á glæsilegt úrval. Nú nýlega vorum við að bæta við leyfum í Langadalsá sem má finna hér: Langadalsá Svo vorum við að bæta við vorveiðinni í Blöndu: Blanda Vorveiði Athugið að þó framboðið í vefsölunni sé gott þá er það ekki tæmandi í öllum tilvikum. …
Ævintýraferð til Grænlands.
Lax-á hefur sett saman 4 einstakar ævintýraferðir til Grænlands næsta sumar. Um er að ræða tvær þriggja nátta ferðir og tvær 4 nátta ferðir. Dagssetningarnar sem eru í boði eru: 7 – 10 Júlí 10 – 14 Júlí 14 – 17 Júli 17 – 20 Júli Verð á þriggja nátta ferðinni er Kr. 220.000.- pr. mann og verð á fjögurra …
Laus holl í Stóru Laxá
Við eigum nokkur frábær holl eftir á öllum svæðum í Stóru Laxá. Svæði IV 2-4.07 og 5-07.07. Þetta eru frábær holl í vorgöngurnar! 11-14.08 og 22-25.08 1-04.09, 9-11.09 og 17-19.09 Svæði III 7-9.07 og 20-22.07 5-9.08 og 20-23.08 14-16.09 og 20-23.09 Svæði I&II 9-12.07 og 20-23.07 7-10.08 og 17-20.08 1-4.09 og 15-17.09 Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is