Við fengum senda eftirfarandi skýrslu frá Arnóri Guðmundssyni sem kíkti í Miðdalsá og Hvannadalsá nýlega: Það var sæmilegt vatn í miðdalsánni og mátti sjá sjá bleikjur um víð og dreif um ánna , mikið fjör var í neðsta hylnum á flóðinu og tímaspursmál hvenar hún búnkar sig upp ánna, fengun nokkar bleikjur og höfðum gaman af. Hvannadalsá, ekki var mikill …
Fréttir af Blöndu
Blanda er enn að gefa svolítið. Við tókum stöðuna á ánni og það kemur líklega ekki á óvart en svæði 4 er að gefa best og það bara allt í lagi veiði. Í gærkveldi tóku menn þrjá á svæðinu og svo tvo í morgun. Neðri svæði eru nokkuð vatnsmikil og er litur á ánni vegna þess að allar vélar virkunarinnar …
Af vatnsleysi og veiðiskap
Við höfum verið að hlera menn á okkar veiðisvæðum og eitt helsta umkvörtunarefnið víðast er vatnsleysi. Margar ár eru komnar algerlega ofan í grjót sem gerir veiðar krefjandi og erfiðar. Til að mynda er Leirvogsá illa haldin af vatnsskorti og gengur illa að fá fiskinn til að gína við flugunni. Þar gæti orðið veisla þegar loks fer að rigna þar …
Tungufljót er að gefa
Ágætis veiði hefur verið í Tungufljóti og er svæðið nú komið í 82 laxa. Við heyrðum í veiðiverðinum sem tjáði okkur að tveir hefðu komið á morgunvaktinni í dag og fengust þeir báðir í Faxa. Veiðimennirnir reyndu líka fyrir sér í gljúfrinu og þar var einn misstur. Síðustu daga hafa komið þetta tveir til þrír laxar á dag, ekkert mok …
Af Blöndu, Svartá og ótímabærum fréttum af yfirfalli
Fyrst ber að nefna að alls ótímabærar fréttir víða hafa borist af yfirfalli í Blöndu. Hið rétta er að yfirfall er ekki hafið, vissulega er hátt í lóninu en síðustu daga hefur hækkað mjög hægt í því. Yfirfall gæti orðið næstu daga eða jafnvel vikur en erfitt er að spá því með vissu, það fer algerlega eftir veðurfari og almennri …
Blanda stefnir í yfirfall
Ágætu veiðimenn, Það ber vel í veiði hjá Landsvirkjun þar sem öll lón þeirra á landinu eru við það að fyllast og þar á meðal Blöndulón. Þetta eru ekki eins góðar fréttir fyrir veiðimenn þar sem áin verður erfiðari til veiða þegar yfirfallið skellur á. Við vildum benda á að allar agn og stærðar takmarkanir falla úr gildi þegar áin …
Flott veiði í Eystri Rangá
Eystri Rangá varð nokkuð sein til þetta árið og var ekki laust við að örlítill skjálfi væri kominn í menn þegar illa gekk fram eftir júlímánuði. En hann mætti að lokum og síðustu daga hefur verið mjög góð veiði í ánni og dagar að gefa allt að 80 laxa. Fínar göngur eru enn í ána og mjög líflegt á neðsta …
Tilboð í laxveiði á næstunni
Vefsalan hjá okkur er stútfull af veiðleyfum og nú næstu daga eru margir feitir bitar á tilboði. Í Blöndu má finna daga á mörgum svæðum nú á næstunni á tilboði. Við eigum líka daga í Svartá, Langadalsá og Hallá svo eitthvað sé nefnt. Athugið að við gefum ekki frekari afslátt af afsláttarverðum og bestu verðin eru alltaf í vefsölunni. Endilega …
Góður túr í Hallá
Hann Magnús Þorvaldsson er ásamt fjölskyldu sinni í Hallá líkt og hann hefur gert til tuga ára. Magnús þekkir Hallá vel enda hokinn af reynslu. Fjölskyldan lenti í sannkölluðu Mallorcaveðri sem er hreint ekki besta veiðiveðrið þó að sólin geri útiveruna vissulega ánægjulega. En sól eða rigning virðist ekki skipta máli þegar Magnús og fjölskylda eru annars vegar því alltaf …
Fréttir úr veiðinni
Við fengum glóðvolgar fréttir frá Þorleifi tíðindamanni okkar við Djúp. Hann gerði sér ferð og kannaði Hvannadalsá og varð var við lax á nokkrum stöðum. Hann sá 6-8 laxa í Djúpafossi og nokkra neðarlega í rennunni í Imbufossi. Þegar hann ætlaði að renna á þá skaust einn undan fryssinu á fluguna, þeir geta verið lúnknir laxarnir í Hvannadalsá að fela …