Kæru veiðimenn, Við höfum fengið nokkuð margar fyrirspurnir í sumar um stakar vaktir í Eystri Rangá. Við höfum nú séð okkur fært að bjóða upp á stakar vaktir fram til loka tímabilis hjá okkur í ánni. Hver vakt er á sérstöku tilboðsverði eða eingöngu 30.000 krónur. Nú er lag til að prófa að veiða í einni bestu laxveiðiá landsins þar …
Góð ferð í Hvannadalsá
Hann Ágúst Heimir var á ferðinni í Hvannadalsá nýlega og gerði ágætis túr. Hann sendi okkur meðfylgjandi mynd og eftirfarandi frásögn: „Áttum fína daga í Hvannadal. Náðum 7 fiskum og þar af þremur yfir 80 cm. sem öllum var sleppt. Sá á meðfylgjandi mynd var tekinn í Stekkjarfljóti og landað 200 metrum neðar eftir skemmtilega viðureign, veiðimaðurinn er Ingólfur Ólafsson. …
Laust holl í Svartá helgina 26-28.ágúst
Vegna óvæntra forfalla erlendra veiðimanna eru fjórar stangir lausar í Svartá í Austur-Húnavatnssýslu helgina 26. – 28. ágúst. Seljast allar saman, en tveir dagar í senn kemur einnig til greina. Tilboðsverð á stöng á dag er kr. 55.000. Veiðihús er innifalið í verðinu. Nánari upplýsingar í síma 897 4525 eða h.asgeirsson@simnet.is
Tungufljót hrokkið í gírinn
Eftir rigningargusur síðustu daga hefur heldur færst líf í Tungufljótið. Við sögðum frá því nýlega að vel hefði veiðst um síðastliðna helgi og veiðin hefur haldið góðum dampi alla vikuna. Árni Baldursson fór í ána í nokkra tíma á þriðjudaginn og hafði átta laxa upp úr krafsinu. Erlendur veiðimaður stóð einn vaktina í gær og veiddi þrjá laxa en missti …
Fín veiði í Tungufljóti
Tungufljót í Biskupstungum hrökk í gang um helgina en 17 laxar hafa verið færðir í bók síðan á fimmtudag. Þykkir þetta fín veiði í ánni sem hefur verið róleg hingað til. Um fimmtíu laxar hafa veiðst nú í Tungufljóti það sem af er sumri. Fyrir nokkrum árum, þegar seiðasleppingar í ánni gengu sem best, voru ágúst og september mánuðir alltaf …
Laxveiðifréttir úr Djúpi
Menn hafa staðið regndansinn í Djúpi síðustu vikur og nú loks er það að bera árangur. Ástandið var orðið þanning í Langadalsá að torfurnar héldu til í dýpstu hyljunum og mikla natni þurfti til að ná töku. Veiðin þessa þurrkardaga var eftir því – miður góð. Jafnvel Hvannadalsáin sem hefur úr betri vatnsforða að skipa var orðin vatnsminni en menn …
Risalax úr Syðri Brú
Hann Arnar Tómas gerði aldeilis góða ferð í Syðri Brú og fer frásögn hans hér á eftir: ”jæja þá er skemtilegri 2 daga ferð lokið , töluvert af fiski en mjög dræm taka fyrstu 2 vaktirnar vegna langra þurka áin var töluvert lægri en þegar eg kom snemma í júlí , þó kom 1 á land þann 10á fyrri vakt …
Af Svartá og Blöndu
Blanda hefur verið ágæt í sumar, ekkert í líkingu við síðasta sumar en þó stefnir þetta á í að vera yfir meðalveiði í ánni. Og laxinn í ánni í sumar hefur verið stór, vel haldnir hnullar sem hafa haldið veiðimönnum við efnið. Smálaxagöngur hafa verið daprar í ár en svona er víst veiðin. Vikuna 27.07-03.08 gaf áin 177 lax og …
Níu laxar í Hallá
Það er mikið rætt þetta sumarið hvað eins árs laxinn skilar sér illa. Eitthvað af honum virðist þó vera að skila sér í Hallá við Skagaströnd en þar var einmitt veiðimaðurinn Jóhannes Bárðarson ásamt fjölskyldu um verslunarmannahelgina. Sú helgi skilaði þeim níu löxum, allt eins árs laxar og voru þeir veiddir víðsvegar í ánni. Eins og víða annarstaðar vantar þó rigningar …
Breyttur veiðitími í Rangánum
Kæru veiðimenn, Við vildum minna á að þann fyrsta ágúst breyttist veiðitíminn í í Rangánum. Nú veiða menn fyrri vaktina frá kl 15- 21 og mega mæta í hús kl 14:00. Undirritaður átti því láni að fagna að skreppa í Ytri ána í eina vakt í vikunni. Ég átt i Rangárflúðir síðustu þrjá tímana og þar var gaman. Staðurinn pakkaður …