Vegna forfalla eigum við tvær stangir í Ytri Rangá lausar 2-3 ágúst og eru þær á tilboðsverði í vefsölunni: Ytri Rangá – tilboð Frábær veiði hefur verið í Ytri Rangá undanfarið og þetta er síðasta tækifærið til að skella sér í ána. Fyrstur pantar, fyrstur fær. Veiðikveðja Jóhann Davíð
Gott skot í Tungufljóti
Árni Bald skrapp í Tungulfjót um helgina og gerði góða veiði. Á Laugardaginn setti hann í og landaði þremur löxum í beit í Faxa og á Sunnudaginn skrapp hann aftur og gerði ágætis veiði. Við minnum á að enn er hægt að fá leyfi í fljótið í vefsölunni okkar á góðu verði. Hér er hægt að sjá hvað er laust: Tungufljót …
Laxveiðifréttir
Við höfum hlerað tíðindamenn okkar víða um land og færum ykkur glóðvolgar fréttir af ársvæðum okkar: Í Tungufljóti hefur veiðin glæðst og veiddust 11 laxar síðustu daga. Við bindum vonir við að göngur fari að aukast í fljótinu á næstunni. Miðað við sleppingar gerðum við ráð fyrir góðri veiði þar í sumar. Fyrsti laxinn kom úr Miðdalsá fyrir skemmstu, 3.5 …
Lausar stangir í Ytri Rangá
Eins og veiðimenn vita hefur gengið frábærlega í Ytri Rangá það sem af er sumri og haf veiðst hátt í 200 laxar suma daga. Í dag skreið áin svo yfir 2000 laxa múrinn. Vegna forfalla eigum við nokkrar stangir í ánni á næstu dögum sem við seljum á góðum kjörum, við eigum eina stöng í fyrramálið sem fer á 40.000 …
Stórlax úr Hallá
Hann Tryggvi Haraldsson var við veiðar í Hallá og sendi okkur þennan skemmtilega pistil og mynd af stórlaxinum: Okkar holl 11.-12.júlí veiddi stærsta lax sumarsins í Hallá (skv. veiðibók). Ég sendi þér mynd en það var einkar ánægjulegt að faðir okkar (Haraldur Tryggvason, fékk þennan túr í sextugs afmælisgjöf) fékk þann fisk sem var 13 pund eftir að hafa misst tvo af …
Lausar stangir í Ytri Rangá
Veiðin í Ytri Rangá er með því betra sem gerist hér á landi þessa dagana. Hver dagur er að skila yfir 100 löxum í bók og nýr fiskur að ganga. Lax-á er með tveggja til þriggja daga holl til sölu í Ytri Rangá núna í júlí en þau eru eingöngu fáanleg með því að hafa samband við skrifstofu Lax-á í …
Lausar stangir vegna forfalla
Við eigum lausar stangir í Norðurá og Nes svæðinu í Aðaldal í lok júlí og byrjun ágúst. Eftirfarandi stangir eru lausar: Norðurá 1 27 til 30 júlí – 1.stöng Laxá Nes 15-18/8 – 1.stöng Nánari upplýsingar fást á johann@lax-a.is
Skemmtilegur veiðitúr í Hallá
Það hefur verið ágætis gangur í Hallá, en þar var veiðimaðurinn Davíð Ingason að veiða ásamt vinum og fjölskyldu 8-10.júlí síðastliðinn. Sagði hann okkur frá því að fjórir laxar komu á landa á þessum tveim veiðidögum en þar að auki var sett í fimm aðra. Rigning og rok aðstoðaði við veiðar en lítið vatn var í ánni og laxinn afar styggur. …
Ágætur gangur í Hallá
Við heyrðum í veiðimönnum í vikunni sem stóðu vaktina í Hallá og létu þeir vel af veiðunum. Þeir fengu fjóra laxa og með þeim var heildartalan kominn nálægt tuttugu fiskum þetta sumarið. Hallá er rómuð síðsumarsá og er þetta því fínn árangur. Téðir veiðimenn fengu tvo fiska í gljúfrinu fyrir neðan hús, 12 og níu punda fiska. Þeir bættu svo …
Af svæði þrjú í Stóru Laxá
Það hefur lítið farið fyrir svæði þrjú í Stóru Laxá í fréttum síðastliðna daga. Við fengum góðar fréttir frá veiðimönnum sem voru þar við veiðar í gær, fimmtudaginn 7.júlí. Á þeirri vakt settu þeir í níu laxa, fimm af þeim í Heljarþrem og fjóra í Stapa en einnig sást til lax í Iðu. Af þessum níu var fjórum landað. Svæði þrjú …