Við heyrðum í Jónasi veiðiverði í Tungufljóti og hann sagði okkur að fyrstu laxarnir hefðu komið í vikunni. Annar laxinn kom í Faxa og sá veiðimaður missti fleiri. Hinn laxinn kom í tilraunaveiðum neðar á svæðinu, grálúsugur. Fiskar hafa líka sést bylta sér við Faxa síðustu daga og fyrstu göngurnar virðast nú vera að skila sér heim. Veiðiálag í Fljótinu …
Frábær opnun í Svartá
Svartá opnaði þann fyrsta júlí með látum. Oft hefur neðri hluti árinnar verið heitastur svona fyrst í opnun en nú bar svo við að lax hafði dreift sér um alla á og töluvert af honum. Fyrstu vaktina komu sex á land og enginn þeirra af neðsta svæðinu. Hollið endaði með alls tuttugu laxa eftir tvo daga, allt stórlax. Á meðfylgjandi …
Veiðireglur í Blöndu og Svartá
Kæru veiðimenn, Fyrir tímabilið breyttum við veiðireglum á öllum svæðum í Blöndu og Svartá. Eitthvað hefur borið á því að menn misskilja veiðireglur sem getur valdið leiðindum. Langflestir veiðimenn eru til fyrimyndar og við þökkum fyrir það. Við viljum minna menn á að kynna sér reglur á vefsíðum viðkomandi ársvæða til að forðast leiðindi. Í stuttu máli eru reglurnar þessar: …
Dúnduropnun í Stóru Laxá 1&2
Við sögðum ykkur þær gleðifréttir um daginn að opnunarhollið í Stóru Laxá 4 hefði fengið algert flugstart. Ekki var framhaldið verra því hollið endaði í 32 löxum sem er besta opnun svæðis 4 svo langt sem elstu menn muna. Í gær opnaði svo svæði 1&2 og þar hélt veislan áfram. Allt í keng út um allt og 22 laxar komu …
Lax í Ásgarði og Syðri Brú
Veiðimenn eru duglegir að senda okkur fréttir þessa dagana og sú nýjasta fáum við frá Ásgarði í Soginu. Þar fer veiðin ágætlega af stað þetta sumarið en sjö laxar náðust þar opnunardaginn 24.júní. Við heyrðum líka í veiðimanni sem opnaði Syðri Brú og landaði einum hæng 89cm á Frances örkeilu. Fréttirnar frá Ásgarði í vikunni voru í stuttu máli þær …
Frábær opnun í Langadalsá
Langadalsá við djúp opnaði þann 24.06 síðastlliðinn. Líkt og víða er raunin þetta árið voru menn búnir að sjá lax í ánni löngu fyrir opnun og meira að segja töluvert af honum. Enda var opnunin með þeim betri síðustu ár. Opnunarhollið landaði 13 löxum og auk þess láku níu af. Laxinn var vel dreifður um ána, fékkst t.d í Iðusteinum …
Stóra Laxá opnar af krafti
Það var spenna í loftinu þegar svæði fjögur í Stóru Laxá opnaði í morgun. Torfa af stórlaxi hafði sést á Hólmabreiðu nokkru fyrir opnun árinnar og veiðimenn gátu vart beðið að renna fyrir þá. Líkurnar á núlli í þessari opnun voru líklega núll. Enda fór það svo að sex laxar komu upp, allt boltalaxar upp í 96cm. Tveir laxana komu …
Sjö laxar á opnunardegi í Ásgarði
Ásgarður í Soginu opnaði í gær með hvelli. Rigningarslagandi sett mark sitt á veiðarnar en þegar flugan skautaði á vatninu kom í ljós að fiskur var undir, eða fiskar öllu heldur. Sjö laxar veiddust á opnunardaginn þar af fimm á Ásgarðsbreiðu og tveir í Símastreng. Gleðilegt til þess að vita að Sogið opnar af krafti. Við eigum stangir bæði í …
Fyrstu laxarnir komnir úr Hvannadalsá
Við sögðum ykkur frá því fyrir skemmstu að lax hefði sést í Hvannadalsá. Áin opnaði í vikunni og fyrstu laxarnir eru komnir á land. Ágúst Heimir og félagar gerðu sér lítið fyrir og veiddu sex laxa í dag, fimm af þeim var sleppt aftur. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af aflanum. Laxrnir voru teknir í Djúpafossi, Árdalsfljóti og Imbufossi. …
Stefnir í spennandi opnun í Stóru Laxá
Nú styttist í að stóra Laxá opni og við erum orðin ákaflega spent fyrir opnuninni. Svæði fjögur opnar fyrst eða þann 27.06 en hin svæðin opna svo 30.06. Menn sem hafa kíkt upp í gljúfur á svæði 4 töldu hvorki meira né minna en 15 stórlaxa á Hólmabreiðu. Þið getið rétt ímyndað ykkur fjörið þegar fyrsta flugan skautar yfir hópinn. …