Lax kominn úr Hallá

Hallá opnaði seinnipart þess 21.06 og við heyrðum í veiðimönnunum sem eiga opnunina. Þessir sömu veiðimenn höfðu komið við í ánni nokkru fyrir opnun til að athuga hvort hann væri mættur og sáu þá laxa í gljúfrunum fyrir neðan veiðihúsið. Þei hugsuðu sér gott til glóðarinnar í opnun en þá bar svo við að laxinn var farinn upp dalinn. Var …

Nýr veiðivörður í Tungufljóti

Við kynnum til leiks nýjan veiðivörð í Tungufljóti í sumar. Jónas Unnarsson er 37 ára fluguveiðimaður. Hann hefur veitt bæði lax og silung í 16 ár, fluguveiði er hans aðaláhugamál og hefur hann undanfarin ár lagt mikið á sig við að afla sér þekkingar og fræðslu sem kemur til að nýtast honum vel í starfi. Jónas er alin upp í …

Opnun í Hvannadalsá var að losna – Lax kominn í ána

Vegna forfalla var að losna opnunardagurinn í Hvannadalsá. Þegar rýnt var í ána í dag voru stórlaxar tifandi fyrir neðan Djúpafoss. Verðið á opnuninn með húsi er eingöngu 28.000. Kaupa má leyfið hér: Hvannadalsá opnun Veiðkveðja Jóhann Davíð  

Miðdalsá á tilboði

Miðdalsá á Ströndum er lítil og skemmtileg tveggja stanga á sem geymir bæði sjóbleikju og stöku lax. Margir hafa gert góða túra í ána og þeir heppnu sem hafa hitt á göngur hafa farið heim brosandi hringinn. Með ánni fylgir ágætis veiðihús með svefnplássi fyrir allt að átta manns. Stutt er á Hólmavík í sund og þjónustu. Miðdalsá er nú …

Enn góður gangur í Blöndu

Við heyrðum í okkar mönnum fyrir norðan og þeir tjáðu okkur að enn væri fantagangur í veiðinni. Menn hafa aldrei séð ána jafn fulla af laxi svona snemma sumars og það streyma inn göngur á hverju flóði. Menns segja líka að stórlaxinn komi einstaklega vel haldinn úr hafi, sílspikaður og flottur. Sömu sögu höfum við heyrt t.d úr klakveiðinni í …

Lokum snemma í dag

Kæru veiðimenn,   Við förum snemma í helgarleyfi og lokum kl 16:00. Við minnum á vefsöluna sem er alltaf opin. Kveðja Starfsfólk.

Leirvogsá til Lax-Á 2017

Stangveiðifélaginu Lax-Á er ánægja að tilkynna undirritun samnings um leigu á Leirvogsá til fjögurra ára frá og með sumrinu 2017. Leirvogsá hefur lengi skipað sér sess á meðal bestu laxveiðiáa Íslands og er meðalveiði á stöng þar með því besta sem þekkist. Það er von okkar að á næstu árum nái hún að festa sig í sessi sem besta tveggja …

Allt að verða kreisí – lax út um allt

Það stefnir í vægast sagt spennandi sumar. Bæði Blanda og Norðurá opnuðu með þvílíkum krafti að eldri met voru slegin í tætlur. Elstu menn muna vart eða hreint ekki aðra eins laxagengd í Blöndu svona snemma tímabils, svæði eitt var blátt af laxi og í gegnum teljara á efri svæði hafa gengið yfir 210 fiskar. Á sama tíma í fyrra …

Metopnun í Blöndu

Veiðin fer frábærlega af stað í Blöndu en á fyrstu vakt náðust 34 laxar á land. Dagurinn endaði í 51 einum laxi en allt voru þetta fallegir tveggja ára laxar frá 75-100sm. Veiðin hélt áfram á degi tvö en 30 laxar voru færðir í bók. Ótrúlegar tölur úr Blöndu og fullyrt að um met opnun er að ræða. Það vekur líka athygli að þegar …

Blanda sv.1: Lausar stangir í júní

Vegna forfalla eru nokkrar lausar stangir í byrjun veiðitímabilsins á sv.1 í Blöndu. Eftirfarandi stangardagar eru lausir: 9-10.júní – 1.stöng – verð per stöng á dag: 86.000.- 10-11.júní – 2.stangir – verð per stöng á dag: 86.000.- 11-12.júní – 4.stangir – verð per stöng á dag: 92.000.- 12-13.júní – 3.stangir – verð per stöng á dag: 92.000.- 15-16.júní – 3.stangir – verð per stöng …