Svartá skilaði metveiði árið 2015

Svartá á sér afar tryggan aðdáendahóp enda er hún gjöful, fjölbreytt og frábær fluguveiðiá.  Við sögðum frá því í haust að nýtt met hefði verið sett í ánni og við stöndum við þá frétt og gott betur. Í lokatölur vantaði klakveiðar og því getum við með sanni sagt að nýtt met var sett í ánni. Veiðbók endaði í 619 fiskum …

Breytt fyrirkomulag veiða í Blöndu

Kæru veiðimenn, Veiðireglur í Blöndu verða með breyttum hætti frá og með árinu 2016. Blanda fóstrar ákaflega sterkan sjálfbæran stofn og við viljum tryggja að svo verði áfram. Sem hluta af veiðistjórnun munum við setja sanngjarnan og ríflegan kvóta á öll svæði frá og með árinu 2016. Örlitlar aðrar breytingar verða gerðar sem lesa má um varðandi hvert svæði hér …

Jólakveðja

Kæru vinir, Starfsfólk Lax-Á óskar ykkur gleðilegra jóla og þakkar ánægjuleg samkipti og góðar veiðiminningar á árinu sem er að líða. Megi nýja árið vera ykkur farsælt og gefa ykkur góðar stundir við árbakkann. Skrifstofa Lax-Á er lokuð á aðfangadag og opnar aftur þann 28.12. Veiðikveðja Árni Baldursson arnibald@lax-a.is

Mótmælum laxeldi við Ísafjarðardjúp

Við hjá Lax-Á mótmælum harðlega hugmyndum um laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Á svæðinu eru ákaflega góðar laxveiðiár sem gæti verið mikil hætta búin verði laxeldi leyft á svæðinu.  Við tökum heilshugar undir eftirfarandi tilkynningu frá Landssambandi veiðifélaga: Landssamband Veiðifélaga skorar á Hraðfrystihúsið Gunnvör að hætta við áform um sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi. Landssamband veiðifélaga hefur sent HG Ísafirði harðort bréf …

Laus laxveiðileyfi í Blöndu 2016

Blanda hefur verið feikivinsæl og nú eru fá leyfi eftir fyrir sumarið 2016. Við höfum tekið saman vænlegustu bitana sem eftir eru. Blanda I jún – 1. Júl. 1 stöng. 9-10. júl. 2 stangir. Svo ekkert fyrr en eftir 15. ágúst. Blanda II 12-14 júl. 2 stangir. 9-11 ágúst. 2 stangir. Svo stangir eftir 16. Ágúst. Blanda III 12-15 júl. …

Hallá 2016

Hallá var heldur seinni til í sumar sem leið heldur en 2014, í raun má segja að hún hafi aftur tekið til við fyrri iðju að haga sér sem síðumarsá. Árið 2014 var um margt undarlegt því áin opnaði með hvelli og vel veiddist fyrstu dagana. Í ár var ekki jafn líflegt í upphafi en þó veiddist lax strax í …

Þriðja besta veiði frá upphafi í Langadalsá

Laxveiðisumarið 2015 var með betri árum hér á landi en samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun voru heildarfjöldi stangveiddra laxa 74.000 talsins. Þetta gerir árið það fjórða besta frá upphafi mælinga. Í þessum árum falla alltaf einhver met og sáum við ellefu ársvæði, aðallega á Vestur- og Norðurlandi, setja ný met. Það voru þó nokkur svæði nálægt gömlum aflametum og er eitt …

Bleikjuveiði á Grænlandi – 80 fiska dagur.

Lax-á hefur síðan 2012 boðið uppá ferðir til Grænlands í bleikju- sem og hreindýraveiði. Á einungis nokkrum árum hafa þessar ferðir orðnar afar eftirsóttar enda einstök upplifun að veiða á þessari stærstu eyju heims. Það sem búast má við í bleikjuveiðinni eru mörg veiðisvæði, stuttar þröngar ár sem og vatnaveiði seinnihluta tímabilsins. Veiðitölur eru ekki á verri endanum en búast …

Gjafabréf Lax-Á

Kæru vinir, Við vildum benda á að vinælu gjafabréfin okkar eru komin í sölu í vefversluninni. Þetta er tilvalin jólagjöf til veiðimannsins í fjölskyldunni eða vinahópnum. Nú eða bara frá þér til þín. Fyrir jólin fylgir með ein stöng í silungasvæði Tungufljóts hverju bréfi sem keypt er upp að 20.000 krónum en tvö leyfi fylgja hærri upphæðum.Verðmæti hvers veiðileyfis er …

Skotland – Laxveiði að vori til

Við hjá Lax-á höfum í áraraðir boðið uppá laxveiði í Skotlandi. Þó nokkrir hópar fara ár hvert til Skotlands að veiða og hafa margir litið á ferðirnar sem góða upphitun fyrir laxveiðina hér á Íslandi. Lax-á býður uppá fjögra stanga svæði í ánni Dee, ekki langt frá Aberdeen, sem ber nafnið Lower Crathes and West Durris. Hér er á ferðinni …