Við fáum einstaka sinnum skemmtilegar veiðisögur frá veiðimönnum og í dag barst okkur ein frá Þorleifi Pálssyni, en það nafn ættu flestir að þekkja sem sækja Langadalsá eða Hvannadalsá á Vestfjörðum. Þorleifur lenti í sannkölluðu ævintýri í Langadalsá í sumar sem hann segir hér frá: „Ég er mjög svo staðbundinn stangaveiðimaður og veiði einkum í ám við Ísafjarðardjúp, það er …
Tungufljót í Biskupstungum 2016
Til eru þeir sem enn muna glöggt hvað gerðist það herrans ár 2008. Til eru jafnvel sumir sem muna að það ár varð alger sprenging í veiði í Tungufljóti í Biskupstungum og 2854 laxar veiddust. Eftir árið 2008 dróg mjög úr veiði vegna þess að sleppingum var hætt sökum óviðráðanlegra orsakra. En nú bætum við í og spýtum í lófa. …
Sog Syðri Brú
Við höfum nú boðið þeim sem hafa verið áður í Syðri Brú sína daga aftur og er því komið að almennri sölu á svæðinu. Syðri Brú er eitt af afar fáum einnar stangar laxveiðisvæðum á landinu og státar af afar hárri meðalþyngd í gegnum tíðina. Landaklöppin er helsti veiðistaður svæðissins og þar hafa ófáir stórlaxarnir verið dregnir á land. Við …
Ferð til Kola 2016 – stórlax og stuð
Við þökkum þeim sem mættu og skemmtu sér vonandi vel á kynningu vildarklúbbsins á laxveiðum í Rússlandi og veiðibúðum okkar í Grænlandi. Á kyningunni fórum við yfir hvað það er sem togar svona við Kola. Í örstuttu máli er það eitt öðru fremur, stórlax og sénsinn á ofurstórlaxi. Auk þessa er áin sjálf hreint dásamleg að veiða, stór og mikil …
Lítið eftir af leyfum í Blöndu
Eftir vægst sagt feykigott ár í Blöndu er nú farið að saxast verulega á veiðileyfin fyrir næsta sumar. Eitthvað eigum við þó eftir og hér að neðan hef ég tekið saman vænlegustu bitana. Blanda I 13-15 jún 1 stöng 9-12 júl 2 stangir Blanda II Eigum stangir til 10 júl. Svo eina stöng 12-15 júl og svo aftur eftir 7. …
Vildarklúbbskvöld – veiðikynningar, veitingar og fjör
Nú er komið að fyrsta skemmtikvöldinu fyrir meðlimi vildarklúbbsins okkar. Við ætlum að eiga notalega stund saman í „Trophy Lodge“ þar sem kynnt verður laxveiði á Kolaskaga í Rússlandi auk kynningar á veiðibúðum okkar í Grænlandi. Ef þú ert ekki í klúbbnum þá er um að gera að skrá sig hér – Skráning í Vildarklúbbinn Árni Baldursson hefur farið til …
Blanda svæði 2 – Veiðistaðalýsing
Svæði tvö í Blöndu hefir vaxið gríðarlega að vinsældum síðustu ár enda er þetta skemmtilegt svæði á góðu verði með fínni veiðivon. Við endurbirtum hér góða veiðistaðalýsingu sem gott er að hafa við hendina: Til er veiðilýsing í bókinni Blanda og Svartá eftir Gísla Pálsson (2000, bókaútgáfan á Hofi). Sú lýsing er hinsvegar barn síns tíma og ekki nægilega tæmandi. …
Skemmtilegar eins til tveggja stanga ár
Við hjá laxá bjóðum upp á nokkur eins til tveggja stanga svæði sem eru tilvalin fyrir litla vinahópa eða fjölskylduna. Hægt er að gera mjög góð kaup í gistingu og veiði með því að leigja þessi svæði. Á ódýrasta tíma er oft hægt að fá laxveiði með húsi litlu dýrari en ef keypt væri gisting ein og sér fyrir hópinn. …
Ný heimasíða Lax-Á
Við kynnum með stolti nýja heimasíðu Lax-Á. Hún fór ögn fyrr í loftið en ætlað var vegna þess að sú gamla gaf endanlega upp öndina. Ekki eru því öll ársvæði uppfærð en það mun gerast á næstu dögum. Veiðikveðja Jóhann Davíð – jds@lax-a.is
Hallá á Skagaströnd
Hallá á Skagastönd fór nokkuð seinna í gang í ár en 2014 en þegar upp var staðið skilaði hún tæplega meðalveiði. Hallá er talin til nánast hreinna síðsumarsáa þar sem besti tíminn er upp úr 15-20 júlí og út ágúst. Í ár hélt hún þessu mynstri og ver janfvel seinni til en vanalega. Fyrstu stóru göngurnar komu upp úr miðjum …