Nú berast okkur þær fréttir að Djúpið hafi dottið í gang svo um munar. Örn var að veiða Langadalsá og sendi okkur þennan pistil: „Vorum að ljúka við veiði á hádegi , eftir 3 daga veiði þá var sett í 59 laxa og 37 landað, fiskur víða um ánna og greinilega góðar göngur á leið upp. Áin því komin í …
Af Stóru Laxá
Stóra Laxá hefur verið að hrökkva hressilega í gír síðustu daga. Á svæði 1&2 hefur verið líflegt og komið 5-10 laxar á land á dag. Svæði þrjú fékk væna gusu af fiski í vikunni og tók hópur þar átta laxa, Árni Bald og Gunnar Másson tóku sig til eftir það og lönduðu 9 löxum á einni vakt. Svæði fjögur hefur …
Blanda komin yfir 2000 laxa múrinn
Blanda er aflahæst á landinu og rauf nýlega 2000 laxa múrinn. Það stefnir í algert metsumar í Blöndu! Nú er hægt að tala um mok á öllum svæðum í ánni, við heyrðum til að mynda af mönnum sem voru að klára túr á svæði 3 og voru með yfir 50 laxa á þremur dögum. Á svæði eitt eru stangirnar að …
Af Hallá
Þessi laxveiði getur verið undarleg. Í fyrra byrjaði Hallá af feiknakrafti og virtist misskilja það orðspor sitt að hún væri hrein síðsumarsá. Í ár er hún tekin til við fyrri iðju og var fremur laxafá í upphafi tímabils en okkur sýnist að nú sé hún að fara að spýta í. Holl sem var að klára veiðar var þannig með 4 …
Myndband frá svæði 4 í Blöndu
Eins og svo oft hefur verið nefnt þá er Blanda að standa sig prýðilega í ár. Áin er ekki einungis að skila laxi heldur einnig mörgum skælbrosandi veiðimönnum. Einn af þeim er Erling Ágústsson en hann var að veiða á svæði fjögur ásamt Birni Bjarnassyni félaga sínum. Tók Björn upp upp skemmtilegt myndband af viðreign Erlings við 86sm hrygnu sem …
Frábær veiði í Blöndu undanfarið
Veiðin í Blöndu gengur eins og í lygasögu þessa daganna. Öll svæði eru að skila góðri veiði og lítur út fyrir að svo verði óbreytt á næstunni. Síðast straumur var afar sterkur og skilaði inn miklu magni af eins árs laxi. Það kemur í sjálfum sér engum á óvart að allar fjórar stangirnar á svæði eitt eru að taka tólf …
Af Stóru Laxá og fleiru
Stóra Laxá er aðeins farin að sýna lit eftir erfiða byrjun. Nú ber svo við að vatn er tekið að sjatna og lax hefur veiðst á öllum svæðum. Gunnar Másson renndi nýlega á svæði þrjú og tók einn úr Sveinskeri og missti einn í Heljarþrem. Teitur Örlygsson gerði góða ferð á svæði 1&2 og tók 10 fiska í túrnum. Stærsti …
Fyrstu laxarnir úr Hvannadalsá
Gullin okkar við Djúp, þær systur Hvannadals og Langadalsá hafa verið seinar til þetta árið. Kemur þar helst til að óhemju snjóalög hafa verið eftir veturinn og hefur tekið tímann sinn að færa alla skaflana til sjávar. En nú horfir betur við og vatn er tekið að sjatna í báðum ánum, Langadalsá er í flottu vatni en samt enn helst …
Lax á svæði 4 í Stóru Laxá
Stóra Laxá hefur gengið undir nafni undanfarið en áin hefur verið á milli 25-30m3 síðan hún opnaði 30.júní. Við höfum heyrt af löxum á öllum svæðum þó veiðitölur séu lágar enda áin erfið viðreignar. Kristján Svan var þó á svæði fjögur í gær en hann náði tveim löxum á seinnivaktinni. Náði hann báðum löxunum á Hólmabreiðunni en hann mistti annan í …
Ágæt í Ásgarði
Það hefur verið ágæt á Ásgarðssvæðinu í Soginu undanfarið en veiðimenn hafa verið að ná 1-2 löxum á vaktinni. Heyrðum af veiðimanni sem setti í þrjá laxa laugardagsmorgun en eftir að missa tvo af þeim lauk lokaviðreignin með brotni stöng og lönduðum laxi. Það eru hefðbudnir staðir sem hafa verið að gefa en Frúarsteinninn, Símastrengur, Hvannhólmi og Ásgarðsbreiðan hafa oftast verið nefndir. Það …