Af silungsveiði

Þau eru fá, en vissulega skemmtileg silungsveiðisvæðin sem við bjóðum upp á.  Vel hefur kroppast upp á öllum svæðum í vor. Vorveiðin í Blöndu var ekki mikið stunduð en við heyrðum af mönnum sem gerðu prýðilega veiði þar. Ólafur Tómas renndi sér í Blöndu og slakaði á land nokkurm urriðum auk þess sem hoplaxar hrukku á færið. Ólafur heldur úti …

Varmá vermir veiðisál

Síðuritari og Simon Nilson sem er búðarstjórinn okkar í Grænlandi og þjáist líka af veiðisýki á ólæknanlegu stigi skelltu sér í bæjarlækinn í Hveragerði – Varmá.  Og sprænan kom á óvart, í Varmá sé stuð! Daginn sem við fórum voru allar stangir seldar og því reyndum við ekki einu sinni að fara í Stöðvarhylinn. Þess í stað ákváðum við að …

Komdu með til Grænlands

Við hjá Lax-Á höfum um árabil boðið upp á vinsælar ferðir til Grænlands hvort sem er til að sveifla stöng eða munda byssu.Við höfum byggt upp glæsilega aðstöðu í Suður Grænlandi. Þar höfum við reist gistiaðstöðu þar sem allt er til alls og menn geta látið fara vel um sig í óbyggðum Grænlands. Flugfélag Íslands flýgur beint til Narsarsuaq og …

Þetta er byrjað!

Nú er þetta byrjað eða þannig sko. Sjóbirtingsveiðin er byrjuð af krafti og menn hafa verið að gera fína veiði síðustu daga þó að tíðin sé eins og við vitum svona fremur leiðinleg. Á meðan má finna íslaust vatn þá er veitt og brosað upp í hríðarhaglandann! En þetta er bara undanfari, áður en við vitum af þá grænkar allt …

Sog Ásgarður – Stórlax og stemming

Ásgarður er fornfrægt veiðisvæði sem er þekkt fyrir stórlaxa og vænar bleikjur. Ásgarður hefur í gegnum tíðina gefið fjölmarga metfiska og er því eftir nokkru að slægjast. Síðasta sumar veiddist stærsti laxinn á landinu einmitt í Soginu. Sogið er stórskemmtilegt veiðisvæði sem er einstakt á íslenskan mælikvarða. Vatnið er tært eins og fjallalækur en það er mikið af því enda …

Stórlaxaferð til Kola

Kæru veiðimenn, Dreymir ykkur um að veiða lax yfir 20 pundum? En 30 pund? En jafnvel 40 punda plús skrímsli? Myndin hér að ofan er af laxi sem var viktaður í háf slétt 20kg! Við höfum undanfarin ár verið að fara með veiðimenn til Rússlands einmitt í þeim tilgangi að ná þessum stóru, þessum risastóru sem alla dreymir um að …

Vorveiðin er að bresta á

Þótt ótrúlegt megi virðast í þessu lægðarfargani sem lemur á okkur, þá er að koma vor. Og vorið boðar veiði –  það eru ekki nema 19 dagar þar til fyrstu ársvæðin okkar opna. Við eigum í handraðanum marga skemmtilega kosti í vorveiðina, bæði með og án húss. Fyrst ber að telja silungsveiðina í Ásgarði í Soginu sem opnar 1.apríl. Menn …

Skotland: Laxveiði að vori til

Nú fer að styttast í silungsveiðina hér á Íslandi en fyrir þá sem ekki þekkja fór laxveiðin af stað í Skotlandi núna 1.febrúar. Við hjá Lax-á förum á hverju ári á vorin í ánna Dee í Skotlandi til að ná úr okkur veiðihrollinum og renna fyrir lax. Afar góð upphitun fyrir tímabilið hér á klakanum. Fyrir áhugasama þá bjóðum við …

Vefsalan uppfærð

Við höfum fengið þó nokkuð af fyrirspurnum um vorveiðidaga á silungasvæðum okkar í Ásgarði og Tungufljóti síðustu vikurnar og hafa þessi svæði nú verið uppfærð inná vefsölu Lax-á. Bæði þessi svæði opna núna 1.apríl og eru áhugaverðir möguleikar fyrir veiðimenn til að væta færi þessa fyrstu veiðidaga ársins. Vinna fór í gang á uppfærslu á vefsölu Lax-á fyrr á þessu …

Svartá er dásemd

Þeir vita sem prófað hafa að Svartá er einfaldlega með skemmtilegri ám á landinu. Enda er það svo að menn koma ár eftir ár eftir ár o.s.frv. „Einu sinni prófað, þú getur ekki hætt“ eins og sagði í gömlu auglýsingaslagorði. Svartá hefur allt sem prýðir feiki fína fluguveiðiá, þrjátíu kílómetrar af vatni, yfir 70 veiðistaðir og hver öðrum skemmtilegri. Hratt …