Kau Taupen er með frægustu sjóbirtingsveiðisvæðum í heiminum. Fiskurinn þar um slóðir verður ógnarstór og vikulega veiðast fiskar yfir 20 pund, á hverju tímabili veiðast skrímsli á bilinu 27 – 32 pund. Það er ekki að ástæðulausu sem menn leggja á sig langt ferðalag til að komast í svona veislu! Og í Argentínu er veiðiferðin samfelld veisla. Veiðihótelið við Kau Taupen er …
Laxveiðin í Blöndu
Eins og menn vita var Blanda hreint prýðileg í sumar. Áin í heild endaði í 1931 laxi en það er góður árangur í annars slöku ári víðast hvar. Sumarið 2013 (sem flestir veiðimenn minnast brosandi með hlýju) gaf áin 2611 laxa. Sumarið 2012 (árið sem flestir vilja gleyma) gaf Blanda 832 laxa. Hæst hefur áin farið í 2777 laxa árið …
Veiðin í Miðdalsá
Við vorum að fá glóðvolga veiðibók í hús úr Miðdalsá. Margir unu hag sínum vel í Miðdal í sumar sem leið en þeir hefðu mátt vera fleiri. Miðdalsá leynir nefnilega á sér eins og síðuritari komst að í sumar og lesa má um hér. En af tölunum. Samkvæmt skráningum komu á land 63 bleikjur og 14 laxar, flestir sem mættu voru …
Laxveiðin í Stóru Laxá
Þrátt fyrir almenna niðursveiflu í veiði á landinu var veiðin í Stóru Laxá sú næst besta frá upphafi. Í sumar sem leið veiddust 882 laxar í ánni sem setur hana í níunda sæti yfir bestu veiði á landinu samkvæmt www.angling.is. Veiðin í ánni hefur verið á uppleið síðustu ár og árið 2013 var alger metveiði í ánni eða 1776 laxar. Það …
Tungufljót í Biskupstungum er á uppleið
Fyrir nokkrum árum gerði Lax-Á gangskör í því að gera Tungufljót í Biskupstungum að fyrirtaks laxveiðiá. Þetta hafði áður verið reynt en svo fallið frá áformunum þar sem árangurinn var ekki nógu góður. Frá fyrri tíð var laxastigi í fossinum Faxa, hann var tekinn í gegn og endurbættur. Þetta ver gert annars vegar til að reyna að lengja veiðisvæðið og …
Syðri Brú er skemmtilegur kostur
Við höfum nú opnað fyrir almennar bókanir í Syðri Brú í Soginu. Svæðið hefur verið ákaflega vinsælt enda er um að ræða einnar stangar laxveiði með fínu nýju húsi skammt frá höfuðborginni. Í sumar sem leið var veiðin ekkert til að hrópa húrra fyrir en margir gerðu þó ágætis veiði og enginn var svikinn af dvölinni. Sérstaklega var gaman að …
Gæsaveiðin gengur vel
Nú fer að líða að lokum gæsaveiðinnar og við erum ekkert minna en hæstánægð með árangurinn á okkar svæðum. Svæðin okkar í Melasveit og Gunnarsholti hafa verið loðin af gæs og veiðin eftir því. Allir okkar veiðimenn hafa farið brosandi og endurnærðir heim. Eins og sjá má á þessum stemningsmyndum af veiðinni í Gunnarsholti er enn töluvert af fugli á …
Stórlaxinn sækir fram í Eystri Rangá
Í Eystri Rangá hefur verið unnið markvisst að því síðustu ár að rækta upp stórlaxa. Í því skyni hafa menn stundað klakveiðar í blábyrjun tímabils, öfugt við það sem gerist víðast. Aukinheldur eru veiðimenn skyldaðir til að sleppa öllum stórlaxi í klakkistur ánni til hagsældar. Með þessu fyrirkomulagi eru slegnar tvær flugur í einu höggi; stórlaxar verða hærra hlutfall afla …
Síberíulaxinn getur verið svakalegur
Við hjá Lax-á höfum undanfarin ár boðið upp á skemmtilega kosti í veiði utan landsteinanna fyrir ævintýraglaða veiðimenn. Má þar nefna Rússland og Skotland en þangað hafa íslenskir veiðimenn farið til fjölda ára og líkað vel. Einn af þeim áhugaverðu kostum sem við bjóðum upp á eru ferðir til Mongólíu. Þar eru menn að sækja í fisk sem getur orðið …
Risalax úr ánni DEE í Skotlandi
Það hljóp aldeilis á snærið hjá Gordon Smith núna á miðvikudaginn (15/10/2014) þar sem hann var við veiðar á Birse svæðinu í DEE í Skotland. Hann landaði laxi sem var mældur 37 pund og var það staðfest af tveimur gædum sem voru með honum. Eins og sjá má er fiskurinn leginn og hefur því léttilega verið yfir 40 pundum þegar …