Hvannadalsá – veiðistaðalýsing

Hvanndalsá er ákaflega skemmtileg og vinsæl veiðiá við djúp, við endurbirtum hér ágæta veiðistaðalýsingu sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar veitt er í ánni.   1.       Stekkjarfoss, efsti veiðistaður í Hvannadalsá. Í Stekkjarfossi hafa veiðst margir af stærstu löxum sem fengist hafa í ánni, sérstaklega hafa þeir stóru gefið sig þegar liðið er á sumarið og þá oft í …

Inndjúpið er mín laxveiðiparadís

Ég á mér nokkur uppáhaldssvæði í veiði líkt og margir en hátt á listanum er að stunda veiðar í ánum við Ísafjarðardjúp. Í sérstöku uppáhaldi eru ferðir þangað í byrjun tímabils, þegar lífið er að vakna og bjart er allan sólarhringinn. Það er bara fátt sem toppar að standa við ána sína seint að kveldi í sumarbyrjun og horfa á …

Maríulaxinn

Síðuritari skrapp í veiði um liðna helgi. Ekki var veðurútlitið gott og ég hefði helst af öllu viljað bíða af mér mesta hríðarhaglandann og fá mér meira kaffi og gott ef ekki með því. En nú var ekki því að heilsa því ég hafði lofað fimm ára syni mínum að við skyldum fara að veiða lax. Og hann var ekkert …

Miðdalsá leynir á sér

Ekki er mjög langt síðan Lax-á tók Miðdalsá í Steingrímsfirði á leigu. Lítið var vitað um ána annað en að í hana gengi töluvert af sjóbleikju og nokkrir laxar veiddust þar árlega. Undirritaður átti því láni að fagna að kíkja í ána part úr helgi síðla í ágúst. Skemmst er frá því að segja að áin kom afar skemmtilega á …

Lokatölur úr Stóru Laxá

Stóru Laxá var lokað í gær þann 30.09. Nú höfum við fengið staðfestar lokatölur úr ánni en hún lauk tímabilinu í 882 löxum og 49 silungum sem er feikigóður árangur. Þetta er samkvæmt okkar bestu vitneskju næst besti árangur árinnar frá upphafi og setur hana í 9. sæti á landsvísu yfir bestu ár sumarsins 2014. Aðeins metsumarið 2013 var betri …

Lokatölur úr Blöndu

Blanda öll hefur verið feikifín i sumar og lauk hún keppni í 1931 laxi sem tryggir henni þriðja sætið á landsvísu. Aðalsvæðið var líklega með þeim bestu á landinu hvað varðar veiði á stöng á dag í júlímánuði, en bestu vikurnar voru að skila yfir vel 200 löxum á stangirnar fjórar.  Júníveiðin var heldur ekkert slor en sem dæmi má …

Lokatölur úr Djúpi

Nú er búið að loka fyrir veiði á svæðum okkar við djúp – Hvannadals og Langadalsá. Það er víst aldeilis hægt að segja að veiðin hafi oft verið meiri,  en hún hefur líka á stundum verið minni. Langadalsá –  158 laxar Hvannadalsá – 68 laxar Svona var það, og er þetta því miður í takt við hvernig margar ár koma …

Enn er líf í Blöndu

Blanda hefur verið bæði erfið til veiða og lítið stunduð eftir að hún datt í yfirfall síðari hluta ágústmánaðar.  Veiðitölur hafa verið í samræmi við ástundun og skyggni en aðeins tveir laxar voru bókaðir úr ánni vikuna 3-10 sept. Það er vægast sagt töluvert hrap frá hátíðinni í sumar þegar besta vikan var að gefa vel yfir 300 laxa. Þó …

Veislan heldur áfram í Stóru Laxá

Veiðin hefur verið hreint afbragð í Stóru eftir að tók að hausta í veðri. Terry Nab og félagar sem voru við veiðar í byrjun september fengu 23 laxa á þrjár stangir á tveimur vöktum.  Og stærðin… 104,100,94,90 og fjöldinn allur af laxi á milli 80 og 90cm. Spánverjar sem voru við veiðar í gær fengu svipaða veiði eða 21 lax …

Stuðið er hafið í Stóru Laxá

Um leið og rigndi fór fiskur að huga sér til hreyfings og þá varð fjör á svæði I-II í Stóru Laxá. Pierre Affre og félagar lentu í þeirri gleði að vera á svæðinu þegar stuðið hófst fyrir alvöru nú fyrr í vikunni, þeir fengu 18 laxa á fimm klukkutímum þegar takan var sem best.  Þetta var mest allt alvöru fiskur …