Hann Magnús Baldvinsson sendi okkur frásögn af veiðiferð sinni í Syðri Brú í sumar. Óhætt er að segja að hann hafi lent í ágætis veiði miðað við aðstæður. Okkur þykir þó ákaflega leiðinlegt að heyra af sóðaskap og notkun ólöglegs agns á svæðinu. Langflestir veiðimenn okkar eru til algerrar fyrirmyndar og við eigum ekki að þurfa að brýna fyrir mönnum …
Spennandi kostur í gæsaveiði
Nú haustar og víða heyrist kvak. Gæsaveiðimenn eru örugglega vel komnir í gírinn og tilbúnir með puttann á gikknum. Við vildum því benda á að við eigum eitthvað laust í gæs á okkar svæðum fram til 20.september. Um er að ræða góðar gæsalendur í Gunnarsholti og Melasveit. Í Gunnarsholti er frábær aðstaða og gaman að koma ef menn vilja gera …
Af Langadals og Hvannadalsá
Þær systur við djúp, Langadalsá og Hvannadalsá hafa oft verið kraftmeiri en í sumar. Þær hafa gefið ágæt skot, en við vildum gjarnan sjá hærri tölur. Í Langadalsá hrjáði vatnsleysi veiðimenn fram eftir ágústmánuði. Nú síðustu daga rigndi og þá var ekki að sökum að spyrja, hann fór að taka og sýna sig út um alla á. Síðasta holl tók …
Stóra Laxá þarf vatnsveður
Heyrst hefur af mönnum sem eiga leyfi í Stóru Laxá á næstunni, suðandi í ættingjum og vinum að taka með sér regndans. Sumir halda því jafnvel fram að dansleikur Justin Timberlake í gær hafi verið skipulagður af grjóthörðum Stóru- Laxár mönnum. Af öllu gamni slepptu þá hefur verið rólegt í ánni undanfarið og ekki að ástæðulausu að menn bíða …
Af Blöndu og Svartá
Ágætlega hefur gengið í Blöndu í sumar og er heildartalan komin í yfir 1800 laxa. Við búumst fastlega við því að áin sigli yfir 2000 laxa markið áður en sumarið er á enda. Blanda er ekki enn komin á yfirfall, við heyrðum að Landsvirkjun ætli að halda henni frá yfirfalli í lengstu lög. Það gera þeir með því að botnkeyra …
Fréttir úr Soginu
Heldur hafa veiðisvæðin okkar í Soginu verið róleg í sumar líkt og raunin er víða á landinu Við heyrðum í veiðimanni sem fékk þrjá laxa í Syðri Brú. Veiðisvæðið er þar með komið í um 20 laxa í sumar. Holl sem var að ljúka veiðum í Ásgarði var með sjö laxa og urðu þau vör við eitthvað að ganga. Ásgarður …
Fréttir úr Djúpinu
Langadalsá er samkvæmt síðustu fréttum komin í 103 veidda laxa. Heldur hefur lifnað við síðustu daga því við fengum fréttir af því að hollið 8-11 ágúst hefði fengið 29 laxa, flestir af þeim tveggja ára fiskar. Afar hátt hlutfall aflans í sumar er tveggja ára lax, smálaxinn er liðfár líkt og á fleiri stöðum í ár. Hvannadalsá er komin í …
Laxveiðifréttir
Heyrðum af holli sem var að ljúka veiði í Hróarslæk og var með 6 laxa og tvær bleikjur og fengu þeir fisk meðal annars niður í ós. Auk þess veiddu þeir urriða sem var hvorki meira né minna en 14 pund, fremur stuttur en alveg sílspikaður og hrikalega sver eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sá hefur lifað góðu …
Ævintýri í Miðdalsá
Við fengum sendan pistil frá Jóni Halldóri sem var sérlega ánægður með ferðina í Miðdalsá. Við gefum honum orðið: „Við vorum þarna að veiða frá föstudegi fram á mánudag. Við komum seint á föstudag þannig að við byrjuðum ekki að veiða fyrr en á laugardagsmorgun. Til að gera langa sögu stutta þá vorum við 5 saman og þar af 4 …