Frábær opnun í Stóru Laxá

Efsta svæði í Stóru Laxá opnaði með hvelli í gær. Töluvert er síðan fyrstu laxarnir sáust á svæðinu og menn voru því gríðar spenntir að fá að renna fyrir þá.

Fyrstu menn renndu í gær og var eftirtekjan 8 stórlaxar eftir daginn og margir misstir. 

Laxarnir komu flestir af Hólmasvæðinu og allt voru þetta stórlaxar – 10 pund plús. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Reyni M Sigmunds “laxahvíslara” með fallegan fisk úr opnun.

Við eigum stangir á svæðinu nún beint eftir opnun á tilboði, hér má kaupa leyfi: Stóra 4 leyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is