Vel hefur veiðst víðast hvar í sumar en nokkrar ár eru þó í meðalagi eða hreinlega undir því. Hvannadalsá við djúp hefur verið undir meðaltali í sumar og síðustu tölur eru upp á 53 laxa.
Ánni til vorkunnar má benda á að hún var óveiðandi næstum mánuð í upphafi veiðitíma vegna vatnavaxta. Enn lifir töluvert af veiðitímanum og vonandi gefur hún sæmilega lokatölu.
Betur hefur gengið í Langadalsá, hún fór líka seint af stað en ekki jafn seint og Hvanna. Nú er gullvatn í ánni og hún komin yfir 250 laxa.
Stóra Laxá hefur gefið yfir 300 laxa en hún á afskaplega mikið inni. Eins og menn vita gefur svæði 1&2 svakalegar aflahrotur á haustin og gæti áin þess vegna farið yfir 1000 laxa áður en yfir lýkur.
Hún Esther hefur tekið saman tölur um hvernig veiðin skiptist á milli svæða og eru þær eftirfarandi:
Svæði 1&2 = 201 Svæði 3 = 45 Svæði 4 = 56
Veiðikveðja,
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is