Fréttamolar úr veiðinni

 

Laxinn í Ásgarði í Soginu er búinn að láta bíða tölvuert eftir sér en um liðna helgi lét hann loks sjá sig í nokkru magni. Tómas var í Ásgarði ásamt fjölskyldu um helgina ásamt fjölskyldu  og lenti á flottri göngu. Tómas veiddi í nokkra nýrunna laxa og landaði auk þess á þriðja tug af vænum bleikjum.

Langadalsá og Hvannadalsá við djúp hafa verið í rólyndisgír svona í upphafi veiða. Síðasta holl í Langadal var með sex laxa og nokkuð margir misstir. Á síðustu flóðum hefur smálax verið að sýna sig í auknum mæli  svo að framhaldið ætti að vera spennandi.

Fyrir þá sem vilja skella sér í veiði á næstunni er vefsalan okkar stútfull af tilboðum.

Við eigum til að mynda daga í Ytri Rangá á næstunni á frábæru verði.

Ytri Rangá – Vefsala

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is