Hallá á Skagastönd er skemmtileg lítil tveggja stanga á sem skilar yfirleitt alltaf sínu á hverju sumri.
Áin hefur ekki verið mikið stunduð undanfarið en þar er samt greinilega lax. Stefán Sveinsson frá Skagaströnd kíkti í gær og lenti í flottri veiði og tók nokkra nýgengna laxa.
Magnús fór í ána í sína árlegu veiðiferð fyrr í sumar og veiddi hann vel eins og endranær en hann þekkir ána gríðarlega vel. Á meðfylgjandi mynd má sjá fjölskydumeðlimi með flottan lax.
Við eigum stangir í Hallá næstu daga á tilboði, en nú er lag að skella sér eftir rigningar síðustu daga. Leyfi má finna hér: Hallá vefsala