Langadalsá er samkvæmt síðustu fréttum komin í 103 veidda laxa.
Heldur hefur lifnað við síðustu daga því við fengum fréttir af því að hollið 8-11 ágúst hefði fengið 29 laxa, flestir af þeim tveggja ára fiskar. Afar hátt hlutfall aflans í sumar er tveggja ára lax, smálaxinn er liðfár líkt og á fleiri stöðum í ár.
Hvannadalsá er komin í 43 veidda laxa. Síðasta holl fékk 11 laxa þar af tvo lúsuga. Þeir voru að fá hann í Árdalsfljóti, Djúpafossi, Imbufossi, Túnhyl og Hellisfossi, einnig sáu þeir fiska í Réttarfljóti.
Þeir fengu meðal annars einn 91 cm í Hellisfossi, sem var sleppt sprækum aftur. Á meðylgjandi mynd má sjá Jökul Guðmundsson með drekann.