Fréttir úr Soginu

Fririk_-_Syri_Br

Heldur hafa veiðisvæðin okkar í Soginu verið róleg í sumar líkt og raunin er víða á landinu

Við heyrðum í veiðimanni sem fékk þrjá laxa í Syðri Brú. Veiðisvæðið er þar með komið í um 20 laxa í sumar.

Holl sem var að ljúka veiðum í Ásgarði var með sjö laxa og urðu þau vör við eitthvað að ganga. Ásgarður er með þessu kominn í yfir 40 laxa.

Tannastaðatangi hefur verið dapur. Samkvæmt okkar síðustu heimildum er einungis búið að færa einn lax til bókar þar.