Veiðin hefur gengið vel síðustu daga á svæði 1&2 með nokkrum skotum, þar sem lax virðist vera að ganga og mun væntanlega halda áfram á næstunni þar sem besti tíminn er að renna upp, september. Veiðimenn sem byrjuðu 28.ágúst fengu 8 laxa á kvöldvaktinni á fyrstu vakt á 2 stangir. Þeir misstu einnig risalax í Bergsnösinni sem var vel yfir meters langur, líklegast laxinn sem hefur sést þar nokkrum sinnum stökkva í sumar, algjör bolti.
Annar veiðimaður veiddi svo 6 laxa síðasta sólarhringinn og gekk vel á Willy Gun nr 14, tvíkrækju þar sem laxinn virðist taka vel í þá elsku. Hér eru nokkrar frá síðustu dögum, en hægt er að sjá lausar stangir á svæðinu hér á vefsölu.