Óskar Örn og Sindri Már voru við veiðar í Tungufljóti í gær og lentu heldur betur í ævintýri. Þeir félagarnir lönduðu hvorki meira né minna en átta löxum og misstu einn. Tvær fallegar 75 cm hrygnur fóru í klak og er óhætt að segja að Tungufljótið sé komið í gang.
” Laxinn var á í hverju kasti í fossinum og var hylurinn smekkfullur af laxi. Ég missti líka einn á Hólmabreiðunni. Flugurnar sem við notuðum voru Skógá blá, Þýsk snælda og Collie dog. Allt veitt með tvíhendu og sökkenda. Þess má gjarnan geta að nokkrir laxana voru lúsugir” sagði Óskar Örn glaður í bragði enda ekki oft sem menn lenda í svona bingói.
Annar veiðimaður sem var við veiðar þarna í gær fékk fjóra laxa svo það veiddust í allt tólf laxar í Tungufljóti í gær!
Við samgleðjumst þeim félögum og bendum á að nóg er af lausum veiðileyfum í Tungufljóti næstu daganna: Veiðileyfi Tungufljóti.
Karl Steinar Óskarsson – karl@lax-a.is – s. 893 6180