Eins og veiðimenn vita var staðan í Blöndu svolítið erfið á stundum síðasta sumar. Blöndulón var orðið nánast fullt fyrir byrjun veiðitíma og því brá Landsvirkjun á það ráð að keyra vélarnar duglega yfir sumarið til að nýta rennslið og setja ána ekki á yfirfall í júlí.
Þó þetta hafi skapað óþægindi var þetta líklega illskásti kosturinn því þetta lengdi veiðitímabilið í ánni. Á móti kom að áin gat suma daga orðið erfið til veiða, vatnsmikil og smá gruggug.
Staðan í ár er sem betur fer með eðlilegra móti og jafnvel betri en í meðalári. Nú stendur lónið í 471,16 metrum en meðaltal er 471,7. Á síðasta ári var lónið í 473,8 á sama tíma sem er með því hæsta um árabil.
Hægt er að skoða stöðu Blöndulóns hér: Staða Blöndulóns
Það stefnir því í gott vatnsár veiðilega séð í Blöndu og eins og staðan er núna er ólíklegt að hún fari á yfirfall á veiðitíma.
Við eigum enn marga flotta daga eftir í ánni og þar er hægt að gera góð kaup síðsumars.
Hér má finna veiðileyfi í Blöndu: Vefsala
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is