Hæstiréttur úrskurðar um Tungufljót

Sumir kannst eflaust við söguna um ástandið sem ríkti á tímabili við ársvæðið Tungufljót sem Tungufljót ehf hefur á leigu og Lax-Á hefur haft umsjón um fyrir þess hönd.

Í stuttu máli snerist málið um það að  landeigendur fyrir landi Bergstaða reyndu markvisst að hindra stangveiðmenn frá ánni auk þess sem þeir veiddu ána með spæni án leyfis frá Austurbakka. Í framhaldi af því var höfðað dómsmál sem nú hefur verið til lykta leitt í Hæstarætti með því að viðurkenndur var réttur leigutaka til skaðabóta.

Hér fyrir neðan má sjá reifun á dómnum:

T ehf. höfðaði mál á hendur B o.fl., eigendum jarðarinnar Bergstaða og krafðist viðurkenningar á rétti sínum til skaðabóta óskipt úr hendi B o.fl. vegna þeirrar háttsemi þeirra að hafa, á nánar tilgreindu tímabili, hindrað og reynt að hindra framleigutaka sína við stangveiðar í Tungufljóti og fyrir að hafa sjálf stundað og látið stunda stangveiðar í ánni fyrir landi jarðarinnar. Hafði T ehf. gert tvo leigusamninga um leigu veiðiréttar í Tungufljóti við hlutaðeigandi veiðifélög á árunum 2003 og 2010 og í kjölfarið hafið fiskrækt í ánni. B o.fl. töldu sig hins vegar óbundin af umræddum samningum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn frá 2003 hefði ekki verið bindandi fyrir B o.fl. en hins vegar hefði samningurinn frá 2010 verið skuldbindandi fyrir þau og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Hæstiréttur taldi jafnframt að T ehf. hefði verið rétt að beina kröfum sínum að B. o.fl. og að leggja yrði til grundvallar að þeim hefði a.m.k. verið kunnugt um að markvisst hefði verið reynt að hindra veiðar manna á vegum T ehf. fyrir landi Bergstaða og að á tilteknu ári hefðu þau öll tekið þátt í veiðum fyrir landi jarðarinnar eða verið fullkunnugt um að veiði væri þar ráðstafað í bága við samning T ehf. Vísaði Hæstiréttur til þess að B o.fl. hefði borið samkvæmt lögum nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði að veita veiðimönnum á vegum T ehf. aðgang að veiðistöðum í landi jarðarinnar og hefði framganga þeirra við að hindra eða reyna að hindra veiði á vegum T ehf., svo og veiði þeirra sjálfra, farið í bága við þá lagaskyldu og þær samningsskyldur sem á þeim hvíldu. Með því að T ehf. taldist hafa leitt nægar líkur að því að það hefði orðið fyrir tjóni vegna þessa var viðurkenndur réttur félagsins til skaðabóta úr hendi B o.fl. vegna nánar tilgreind tímabils.

 

Dómurinn í heild: Dómur Hæstaréttar