Við hjá Lax-Á höfum boðið upp á ferðir til veiða í Kola ánni í Rússlandi um árabil. Og ástæðan? Stærðin maður, stórlax og mikið af honum! Laxar í 20+ punda flokknum eru nokkuð algengir, góður séns er að veiða 30+ punda fiska og á hverju sumri veiðast 2-3 fiskar í flokknum 40+.

L1060348Árni Baldursson veiddi sinn stærsta lax í Kola ánni – 44 punda skrímsli og hann hefur dregið marga fiska á bilinu 30+pund upp úr ánni.  Við höfum skipulagt okkar ferðir eingöngu á stórlaxatíma.

Áin: Kola er langstærsta áin á Kola skaganum og því ekki skrýtið að skaginn dregur nafn sitt af ánni. Áin er gríðarlöng og vatnsmikil en við höfum tryggt okkar kúnnum aðgang að bestu veiðisvæðunum í Kola auk Kitsa sem er minni hliðará.

Veiðisvæðið: Við veiðum veiðisvæði sem nær frá Junction ármótunum við Kitsa ána niður að Monika pool. Þetta er gríðarstórt svæði og vel rúmt er um veiðimenn, Monika pool sem dæmi rúmar vel sex stangir. Einnig geta menn veitt í Kitsa hliðaránni sem er minni á en mjög skemmtileg.

Veiðitilhögun: Komið er í búðirnar á laugardegi og síðan hefjast veiðar á sunnudagsmorgni. Veitt er út alla vikuna fram á föstudagskvöld og síðan er heimferð á laugardegi. Ræs í morgunmat er kl: 7:00 og síðan veiða menn frá 8:00 – 18:00. Tveir menn deila bát og eru með einn gæd. Annar veiðir úr bátnum enn hinn frá landi. Báðir veiða allann tímann.

Tímabil: Við getum útvegað leyfi í ánni allt sumarið frá 1. júní – 30. ágúst. Besti tíminn til að komast í stórlax er þó í júní og við verðum með eina skipulagða hópferð á besta tíma ár hvert.

L1060532

Staðsetning: Veiðisvæðið okkar er í einungis 45 mínútna aksturfjarlægð frá flugvellinum og stórborginni Murmansk. Ekki þarf að fara með þyrlum og hægt er að skreppa í “bæinn” með leigubíl á kvöldin vilji menn það.

Búðirnar: Eru við Kitsa ána og er um 10-15 mínútna akstur á flesta veiðistaði. gist er í nýlegum sumarhúsum í tveggja manna herbergjum. Rúmin eru uppábúin og fylgir einnig handklæði. Gervihnattasjónvarp er í húsunum og gsm samband er gott. Hægt er að skella sér í rjúkandi fína sánu eftir veiðidaginn.

Maturinn: Er framreiddur í sér skála, morgunverður fyrir veiði og kvöldmatur eftir veiði. Gædinn fær með sér hádegismat sem er framreiddur við ána. Allur matur og kaffi er innifalinn í verðinu. Maturinn er ætur en verður seint talinn gúrmet fæði. Menn grilla stundum saman sjálfir eða far út að borða í Murmansk á kvöldin. Drykkir eru ekki innifaldir en hægt að kaupa gegn vægu gjaldi. Bjór er á 2 evrur og flaska af vodka 10 evrur.

2015-06-20 17.22.51

Veiðibúnaður: Tvíhendur, 13-15 fet. Mælt er með 15 feta stöngum og gott er að hafa varastöng. Langt er í næstu veiðibúð! Flotlína með sökkenda eða annar álíka búnaður. Veitt er mikið til hægt og djúpt snemmsumars.

Veiðiflugur: Þýsk Snælda, Sunray Shadow, Sunray skull, Franc´N Snælda, Francis túbur með kón.

Ferðatilhögun: Hægt er að fljúga í gegnum Finnland eða Noreg og taka síðan rútu (tvö flug). Einnig er hægt að fljúga beint til murmansk í gegnum Moskvu eða Pétursborg (þrjú flug). Hópurinn kemur sér saman um ferðatilhögun. Einnig er í boði að stoppa í einn dag í Moskvu og skoða borgina.

Nánari uplýsingar: Gefur Jóhann Davíð – jds@lax-a.is   

98cm (2)

 

 

2015-06-25 09.42.21L1060456

 

L10603762015-06-26 19.12.44

Monika flúðir

L1010700

L1060456

2015-06-24 11.35.24

95cm

98cmL1060366L10603692015-06-22 08.27.57L1060344L1060445