Veiðimenn kunnugir Langadalsá í Ísafjarðardjúpi voru við veiðar í tvo daga um síðustu helgi og veiddu 15 laxa. Mest af laxinum veiddist upp í dal og ekkert fyrir neðan veiðihús og niður í ós. Allur fiskurinn sem veiddist var nýgengin og silfurbjartur. Laxinn var á mörgum stöðum í ánni og telja þessir menn sem gjörþekkja ánna að hún fari í 300 laxa í ár.
Óhætt er að segja að það séu gleðifréttir ef svo reynist miðað við ganginn í fyrra. Þess má geta að einn veiðimaðurinn sem var með í för hafði aldrei veitt lax og hafði varla haldið á flugustöng. Hann veiddi tvo laxa og fór með frábærar minningar úr ánni sem hann getur yljað sér við á köldum vetrarkvöldum.
Hér er hægt að kaupa leyfi í Langadalsá: Veiðileyfi í Langadalsá
Karl Steinar Óskarsson karl@lax-a.is S. 893 6180