Lausar stangir í Leirvogsá

Við eigum eitthvað af lausum stöngum nú til loka tímabils í Leirvogsá. 

Leirvogsá er skemmtileg síðsumars enda má finna í henni töluvert af laxi og einnig er mikið um vænan sjóbirting. Athugið að eingöngu er leyfð fluguveiði í september. 

Þeir félagar Elías og Ólafur fóru til að mynda í túr í vikunni og gerðu góða ferð:

Við frændurnir fórum í Leirvogsá í dag með þá von að setja í sjóbirtinga fyrir verkefni sem við erum að vinna. Þeir geta jú orðið mjög vænir þar og skemmtilegir þó áin sé auðvitað þekktari sem laxveiðiá. Sáum mikið af fisk í gott sem öllum hyljum sem við heimsóttum, bæði lax og birting, en við vorum í dag aðeins á eftir birtingnum og köstuðum lítið sem ekkert á laxinn sem við sáum. Náðum 6 fallegum eintökum, upstream með púpum og squirmy. Afskaplega falleg á og alger draumur fluguveiðimannsins. 

Á myndinni má sjá Elías Pétur Víðfjörð Þórarinsson með vænan birting.

Veiðileyfi í ána má finna hér: Leirvogsá

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is