Laxinn mættur í Leirvogsá

Nýlega bárust okkur hjá Lax-Á fregnir af því að laxar hefðu sést neðst í Leirvogsá á leið upp ána. Heimildarmaður okkar: ,Gunnar Örn Pétursson, hefur verið að fylgjast með ánni síðustu daga og hann segist hafa séð laxa ganga upp ána oftar en einu sinni.

Gunnar sendi okkur myndir til að staðfesta mál sitt og má sjá eina þeirra með þessari frétt. 

Lax hefur oftast sést í ánni í byrjun júni svo hann virðist fyrr á ferðinni í ár. Megi hann vera velkominn og mikið af honum.

Við búumst við góðu laxveiðisumri, ekki bara í Leirvogsá heldur víða um land.

Eitthvað af leyfum er enn til í  ánni og þau má finna hér: Leirvogsá – vefsala

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is