Hann Aron Jóhannsson heldur úti stórskemmtilegri FB síðu um Langadalsá. Hann birti nýlega lokatölur úr ánni ásamt fróleik um helstu flugur og veiðistaði:
Lokatölur laxveiðinnar úr Langadalsánni hljóðuðu upp á 237 laxa eða 99 löxum meira en á síðasta ári þannig að batinn er umtalsverður.Einnig veiddist. 31 sjóbleikja .
Aflahæstu staðir voru: Hesteyrarfljót (35), Kirkjubólsfljót (23), Tíu-Ellefu (21), Laugarstrengur (19), Túnfljót (19) og Efra-Bólsfljót (16). Alls gáfu 33 veiðistaðir laxa í sumar.
Fengsælustu flugurnar voru: Rauð Frances (56), Svört Frances (47), Sunray Shadow (28), Álfurinn (13) og Silfurnálin (12).
Sleppihlutfall yfir heildina var tæp 28% en öllum stórlaxi (36) var sleppt skv. bók en 30 smálöxum af 201. Mikill meirihluti laxins var hængar eða 171 hængur á móti 66 hrygnum.
Ánægjulegt er að sjá að áin sýnir töluverðan bata á milli ára og við erum mjög bjartsýn varðandi næsta ár. Bókanir eru hafnar fyrir 2019.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is