Komdu með Lax-á á framandi slóðir – Villt og óspillt náttúra Grænlands

Lax-á býður upp á marga kosti í til veiða í Grænlandi, t.d. má þar nefna hina sívinsælu sjóbleikjuveiði í öllum regnbogans litum. Við bjóðum upp á marga valkosti í Suður Grænlandi, fjöldann allan af vötnum og ám sem gríðarlega spennandi er að veiða í. Einnig veiðist vel í sjónum en veiðimenn fara oft að veiða þorsk sér til skemmtunar ásamt bleikjuveiðinni.

IMG_8430 2

Hreindýraveiðar á Grænlandi eru stórkostleg skemmtun og ef eitthvað er mun skemmtilegri en hér heima á klakanum. Mikið er af dýrum og veiðisvæðið víðfemt. Farið er til veiða á bátum og svo er læðst að dýrunum þegar búið er að finna þau frá sjó. Dýrin eru stór og falleg, gaman er að eiga stund með frændum vorum á kvöldin og kynnast siðum þeirra og háttum. Skoðaðu fleiri upplýsingar undir hreindýr hér til hliðar.

Agust2012 (2)

Sauðnauts veiðar eru sennilega hvað mest spennandi, og þó, dæmi hver fyrir sig með það. Þau geta verið frá 315 kg til 480 kg, sem sagt engin smásmíði og það er óborganlegt að fá að taka þátt í slíkum veiðum.  Farið er á bát á veiðarnar og leitað frá sjó en svo tekur skemmtilegur og spennandi feluleikur við.

Grænland er stórfenglegt land og náttúran þar lætur engan ósnortin. Þó að Grænland sé okkar nágranni og stutt á milli, þá er ásjóna landsins vægt til orða tekið ólík. Það gerir helst, að ríkjandi bergtegundir eru ekki gamla forna blágrýtið eins og á Vest- og Austfjörðum, og móberg í miðjunni, heldur ákveðnar tegundir djúpbergs eins og gabbró, granófýr og granít. Fjöll úr djúpbergi eru tindóttari, skarpari og oft hærri en gömlu þéttu og reglulegu blágrýtirfjöllin sem við þekkjum..

Allur aðbúnaður á Grænlandi er til fyrirmyndar en Lax-á hefur byggt nýjar veiðibúðir fyrir veiðimenn og er öll aðstaða mjög góð.

L1030230

Gufubað, salerni og sturtur á staðnum – það er ekki sjálfgefið í óbyggðum Grænands

Veðurfar getur verið misjafnt en á veiðitíma sem er frá miðjum Júlí fram í miðjan september er yfirleitt gott hitastig og temprað veðurfar.  Það er samt ávallt gott að hafa með sér meira af fatnaði heldur en minna og erfitt getur reynst að verða sér út um slíkt þegar komið er á veiðislóð.

Gott símasamband fyrir Gsm kerfi er  til staðar í þorpunum flestum en lítið er um tölvusamband svo ef þú þarft að vera tengdur á meðan dvöl þinni stendur þá er gott að láta okkur vita af því fyrirfram. EKKI ER SÍMASAMBAND Í KAMPINUM SJÁLFUM, EN GERVIHNATTASÍMI ER TIL STAÐAR FYRIR NEYÐARTILVIK:

Allar frekari upplýsingar eru að fá á skrifstofu Lax-á. Góða ferð.

articchart004charaxelo_101213_1Agust2012 (9)Agust2012 (14)articchart020 Agust2012 (1)Agust2012 (6)axelo sauðnaut 1L1030303