Aðal laxveiðiáin sem Lax-á býður uppá í Skotlandi er engin önnur en River Dee, ein af fremstu laxveiðiám veraldar. Stangaveiðimenn hafa kastað flugum sínum fyrir laxa í Dee allt frá því á 17.öld og má með sanni segja að laxveiðihefðin sé þar rík.
Dee er kannski þekktust fyrir stórar göngur tveggja ára vorlaxa, en í engri á á Bretlandseyjum veiðast fleiri slíkir laxar á flugu að vori og er áin ekki hvað síst eftirsótt vegna þessa.
Æ fleiri íslenskir laxveiðimenn hafa skotist til Skotlands og veitt þar lax. Margir eru farnir að fara aftur og aftur, enda slík ferð engu lík auk þess sem nálægðin gefur tilefni til þess að bjóða slíkar veiðiferðir á hagstæðu verði. Nú er beint flug í boði til Aberdeen og þaðan er stuttur akstur að ánni. Skotland er afar góður kostur fyrir íslenska stangaveiðimenn sem vilja lengja tímabilið en veiði hefst í Dee þann fyrsta febrúar ár hvert.
Skotar eru höfðingjar heim að sækja, skemmtilegir með afbrigðum og gestrisnir. Allt er leyst af hendi með bros á vör og brandara eða skemmtisögu á vörum. Skotland er auk þess frábær valkostur fyrir þá veiðimenn sem vilja hafa frúna með, því það er svo ótalmargt sem hún getur af sér gert ef hún nennir hvorki að taka í stöng eða sitja á þúfu á bakkanum. Það þarf ekki annað en að nefna vöruhúsin í Skotlandi. Þau eru fræg. Ýmis konar skotveiði má einnig stunda þarna og silungsveiði ef svo ólíklega vill til að menn vilja tilbreytingu frá laxveiðinni.
Stangarfjöldi: Mismunandi eftir svæðum en á Lower Crathes eru fjórar stangir. Seldir eru heilir dagar frá morgni til kvölds. Ekki er veitt á sunnudögum.
Tímabil: 1. febrúar – 15. október.
Daglegur veiðitími:
07-17 en hægt að veiða lengur án gæds ef óskað er.
Veiðitæki: Tvíhenda 13-15, flotlína.
Staðhættir og aðgengi: Mjög gott, fólksbílafært víðast.
Bókanir og nánari upplýsingar:
Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100