Hann Arnar Tómas gerði aldeilis góða ferð í Syðri Brú og fer frásögn hans hér á eftir:
”jæja þá er skemtilegri 2 daga ferð lokið , töluvert af fiski en mjög dræm taka fyrstu 2 vaktirnar vegna langra þurka áin var töluvert lægri en þegar eg kom snemma í júlí , þó kom 1 á land þann 10á fyrri vakt sem var 73 cm soldið leginn, sá tók rauða frances nr 14, síðan á seinnivaktinni þá kom algjört skýfall og lítið að gerast allaveganna til að byrja með , það var farið snemma í svefn og morgunninn tekinn með stæl , ég byrjaði morguninn á því að fá 82cm hrygnu á landaklöppinni sem tók svarta frances nr 16 og skyndilega logaði hylurinn nánast , fiskur að koma upp víða en eginlega bara eins og silungur með hausinn rétt uppúr , ég ákvað að hvila hylinn I gott korter og fór uppi hús ,opnaði bjór og slappaði aðeiins á og reyndi að þurrka jakkann eins og eg gat á meðan , 20 minutum sienna rölti eg aftur niður á landaklöppina og byrjaði efst (hægra meginn við stora steininn sem er halfur a kafi við landið) , kastaði ut skothausnum á tvihendunni siðan þegar eg var aðð lyfta linunni upp I veltikast og flugan kominn I yfirborðið þá kemur þetta svaka stykkki og hremmir gömlu góðu svörtu frances nr 16, eftir 40 minutna baráttu aleinn og yfirgefinn komst hún loksins í land og VÁÁ .þetta reyndist vera 101cm hrygna tiltölulega legin en rosalega falleg , 20 punda múrinn í ár rofinn! og það fyrir kl 9! , eftirsma myndatökur var henni sleppt og vonandi munu koma margir svona afkomendur eftir nokkur ár, en siðan tæplega klukkutima siðar tok eg einn 69 cm sem fekk lif eins og alir hinir . frábær ferð og þarna mun eg heldur betur koma aftur sem allra first, Takk Fyrir mig ”
Mynd: Arnar Tómas með laxinn