Við hjá laxá bjóðum upp á nokkur eins til tveggja stanga svæði sem eru tilvalin fyrir litla vinahópa eða fjölskylduna. Hægt er að gera mjög góð kaup í gistingu og veiði með því að leigja þessi svæði. Á ódýrasta tíma er oft hægt að fá laxveiði með húsi litlu dýrari en ef keypt væri gisting ein og sér fyrir hópinn. Stangirnar eru alltaf seldar saman í minni ánum okkar.
Hallá
Hallá á Skagaströnd er skemmtileg tveggja stanga á með ágætu húsi sem rúmar allt að sex manns. Í Hallá má nota bæði maðk og flugu fyrir neðan hús, en eingöngu er leyfð fluguveiði fyrir ofan hús upp dalinn. Ágætlega hefur veiðst síðustu ár í Hallá og kom hún nokkuð vel undan sumrinu 2014. Hallá kostar frá kr. 14.000 stöngin sumarið 2016.
Sog Syðri brú
Syðri Brú er einnar stangar svæði stutt frá höfuðborginni þar sem eingöngu er leyfð fluguveiði. Glæsilegt nýtt hús fylgir með leyfinu þar sem eru tvö tveggja manna herbergi auk svefnlofts. Syðri Brú kostar frá kr. 23.000 og er þá húsið glæsilega innifalið.
Hvannadalsá
Hvannadalsá er stórkemmtilegt tveggja til þriggja stanga svæði við Ísafjarðardjúp. Í ánni er bæði maðkur og fluga leyfð. Náttúrfegurð er stórbrotin með útsýni yfir Snæfjallaströndina. Húsið er komið til ára sinna en þar má þó una hag sínum vel. Í húsinu eru fjögur tveggja manna herbergi. Hvannadalsá kostar frá 15.000 krónum stöngin árið 2016.
Stóra Laxá svæði þrjú
Svæði þrjú er flott tveggja stanga svæði í Stóru Laxá. Eingöngu er veitt á flugu í Stóru Laxá. Ágætt hús fylgir með svæðinu með tveimur tveggja manna herbergjum. Heitur pottur fylgir húsinu. Svæði þrjú er ódýrast á 28.500 krónur stöngin.
Miðdalsá
Miðdalsá í Steingrímsfirði er vinsæl lítil sjóbleikjuá með töluverðri laxavon þar sem veiða má á flugu og maðk. Ágætt uppgert hús fylgir með leyfunum sem eru á fínu verði. Allt að 9 manns geta kúrt í einu í húsinu. Miðdalsá kostar frá 8.500 krónum stöngin en tvær stangir eru í ánni.
Jóhann Davíð gefur ykkur glaður nánari upplýsingar í s: 5316101 eða jds@lax-a.is