Við hjá Lax-Á bjóðum upp á skemmtilegar litlar ár sem eru tilvaldar fyrir fjölskylduna eða litla hópa.
Hallá
Eins sú allra vinsælasta hjá okkur í gegn um tíðina er Hallá á Skagaströnd. Áin er tveggja stanga og gefur oft glettilega fína veiði en best er hún oftast síðsumars. Þeir eru margir maríulaxarnir sem hafa fengist í Hallá og fastagestir koma ár eftir ár í ána. Ágætis hús er við ána, engin lúxus, en fínasti veiðikofi.
Hallá kostar frá 34.000 samtals dagurinn fyrir tvær stangir, alla ána og húsið.
Hér má lesa meira um ána: Hallá
Stóra Laxá svæði þrjú
Í Stóru laxá er boðið upp á tvær stangir á svæði þrjú. Svæðið er stórskemmtilegt en best tími þar er síðla sumars. Húsið er stórfínt með heitum potti á veröndinni.
Stóra Laxá svæði þrjú kostar frá 68.000 samtals dagurinn fyrir tvær stangir, allt svæðið og húsið.
Hér má lesa meira um svæði þrjú: Stóra 3
Hvannadalsá
Hvannadalsá er stórkemmtilegt tveggja til þriggja stanga svæði við Ísafjarðardjúp. Náttúrfegurð er stórbrotin með útsýni yfir Djúpið. Húsið er komið til ára sinna en þar má þó una hag sínum vel. Í húsinu eru fjögur tveggja manna herbergi.
Hvannadalsá kostar frá 28.000 samtals dagurinn fyrir tvær stangir, alla ána og húsið. Í Hvannadalsá er veitt á tvær stangir til 10.07 en þrjár eftir það.
Hér má lesa meira um Hvannadalsá: Hvannadalsá
Miðdalsá
Miðdalsá í Steingrímsfirði er vinsæl lítil sjóbleikjuá með laxavon. Ágætt uppgert hús fylgir með leyfunum sem eru á fínu verði. Allt að 9 manns geta kúrt í einu í húsinu.
Miðdalsá kostar frá 18.000 samtals dagurinn fyrir tvær stangir, alla ána og húsið.
Hér má lesa meira um Miðdalsá: Miðdalsá
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is