Skotland: Laxveiði að vori til

Nú fer að styttast í silungsveiðina hér á Íslandi en fyrir þá sem ekki þekkja fór laxveiðin af stað í Skotlandi núna 1.febrúar. Við hjá Lax-á förum á hverju ári á vorin í ánna Dee í Skotlandi til að ná úr okkur veiðihrollinum og renna fyrir lax. Afar góð upphitun fyrir tímabilið hér á klakanum.

Fyrir áhugasama þá bjóðum við stangir á hinu sögufræga Lower Crathes veiðisvæði og Birse í Dee. Vorveiðin, apríl og maí, á þessum svæðum er að meðaltali milli 30-40 laxar per mánuð og eru svæðin með þeim betri í ánni.

Við Íslendingar búum nú við þau þægindi að geta flogið til Glasgow með Icelandair eða EasyJet til Edinborgar ásamt því að geta millilent í London til að fljúga svo up til Skotland. Við höfum því úr góðum flugkostum að velja úr til að ferðast til Skotlands.

Nánari upplýsingar má finna hjá Jóhanni Torfa á skrifstofu Lax-á í síma 531-6100 eða á johann@lax-a.is.