Sog Syðri Brú

Við höfum nú boðið þeim sem hafa verið áður í Syðri Brú sína daga aftur og er því komið að almennri sölu á svæðinu.

Syðri Brú er eitt af afar fáum einnar stangar laxveiðisvæðum á landinu og státar af afar hárri meðalþyngd í gegnum tíðina. Landaklöppin er helsti veiðistaður svæðissins og þar hafa ófáir stórlaxarnir verið dregnir á land.

Við svæðið hefur nú verið reist nýtt afskaplega kósí hús með öllum þægindum. Svæðið er til þess að gera ódýrt og örstutt frá höfuðborginni. Verð fyrir húsið og svæðið er frá 23.500 krónum á dag.

Endilega hafið samband sem fyrst til að tryggja ykkur dag í Syðri Brú

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is