Spennandi starf í boði hjá Lax-Á

Sölu- og verkefnastjóri

 

Lax-á ehf. auglýsir eftir sölu- og verkefnastjóra yfir starfsemi fyrirtækisins á Grænlandi. Starfsemin felst í sölu á skot- og stangveiðiferðum ásamt gönguferðum og almennri ferðaþjónustu á svæðinu. Lax-á er leiðandi fyrirtæki í veiðiferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að starfa á Grænlandi og í Skotlandi.

 

Starfssvið:

 

  • Skipulagning ferða og utanumhald yfir rekstur á Grænlandi
  • Sala og skipulagning ferða á Grænlandi og Íslandi
  • Samskipti við erlenda og innlenda viðskiptavini
  • Fréttaskrif og efnisuppfærslur á vefsíðu og samfélagsmiðlum
  • Öflun nýrra viðskiptavina
  • Önnur skrifstofustörf

 

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af ferðaskipulagningu, ferðaskrifstofustörfum kostur
  • Reynsla af sölustörfum og verkefnastjórnun
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þekking á bókhaldskerfum og WordPress vefumhverfi
  • Almenn tölvukunnátta (Word, Excel,Outlook.)
  • Góð ensku og íslenskukunnátta – önnur tungumál kostur
  • Góð ritfærni á íslensku og ensku
  • Áhugi og reynsla af stang- eða skotveiði er kostur

 

Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á arnibald@lax-a.is  Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 22.mars.

 

Nánari upplýsingar veita:

Árni Baldursson framkvæmdastjóri Lax-á – arnibald@lax-a.is

Jóhann Davíð  Markaðs&Sölustjóri Lax-á í síma 531-6101 eða á jds@lax-a.is