Blanda svæði III getur verið ansi gjöfult veiðisvæði sérstaklega þegar fer að líða á júlí. Veiðisvæðið er um 20 km af stórum breiðum í gljúfrum og eyrarhyljir neðantil. Svæðið hefur verið mjög vinsælt í gegnum tíðina og sömu menn sækja í að koma ár eftir ár.
Blanda Svæði III: Afmarkast neðst af hugsaðri línu, dreginni frá Svartárbrú að svonefndum Svartabakka að vestan (sjá veiðikort). Efri mörk svæðisins eru um 50m neðan við affall Blönduvirkjunar.
Stangarfjöldi: 3 stangir.
Tímabil: 20. júní- 26. júní og 4. ágúst – 20 september.
Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 (10. jún.–20. ág.)
7–13 og 15–21 (21. ág.–10. sept.)
Leyfilegt agn: Fluga eingöngu
Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15” fyrir línu 9-11.
Bestu flugur: Gárutúbur, Sunrise Shadow, Munroe Killer og Francis.
Aðgengi: Meirihluti aðgengilegur fólksbílum, sumstaðar þarf jeppa.
Staðhættir og umgengni: Blanda er mjög vatnsmikil og straumhörð og því hvetjum við veiðimenn til að sýna varkárni og nota björgunarvesti. Fara skal mjög varlega þegar vaðið er í ánni og við hvetjum menn til að meta aðstæður, nota vaðstaf og taka enga áhættu. Veiðimenn eru beðnir um að ganga ávallt vel um svæðið og hirða eftir sig allt rusl.
Kvóti: Einn hængur undir 68 cm á vakt, ekki er heimilt að færa óveiddann kvóta á milli vakta.
Veiðihús: Ekkert veiðihús þegar svæðið er selt sér en hægt að panta gistingu í Móbergi gegn gjaldi.
Veiðikort: Blanda III
Veiðibók: Er staðsett í veiðihúsinu Hólahvarfi. Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla daglega.
Vatnsstaða:
Þegar líða tekur á sumarið er árviss viðburður að hækka tekur í Blöndulóni sem nær hámarki þegar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið. Er þá talað um að Blanda fari á yfirfall. Síðustu ár hefur einnig borið á því að vélar eru keyrðar í virkjun sem getur haft grugg í för með sér. Þegar Blanda fer á yfirfall eða vélar eru keyrðar hækkar yfirborð árinnar nokkuð og litast hún talsvert með þeim afleiðingum að áin verður erfiðari til veiða. Verð veiðileyfa í ágústmánuði tekur mið af þeim möguleika að áin geti hugsanlega orðið illveiðanleg, enda ómögulegt að spá nokkuð fyrirfram um hvort eða hvenær áin fari á yfirfall eða vélar eru keyrðar. Lax-Á getur því ekki borið ábyrgð á ástandi vatnsins þegar veiðimenn eru við ánna. Á undanförnum árum hefur verið mjög misjafnt hvenær áin hefur litast, sumarið 2015 litaðist áin t.a.m. lítið sem ekkert og gerðu margir frábæra veiði það árið langt fram í september.
Bókanir og nánari upplýsingar:
Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100,