Blanda svæði IV (Refsá) hefur svo sannarlega slegið í gegn á undanförnum árum. Svæðið er ægifagurt og veiðin hefur oft á tíðum verið ævintýraleg. Áin er blátær og mun minni um sig á þessum hluta og því hægt að nota allt önnur og nettari veiðitæki en á neðri svæðum Blöndu.
Veiðisvæði: Frá og með Litla Klif (400) að og með Rugludalshyl (490). Vinsamlegast athugið að bannað er að veiða fyrir neðan veiðistað Nr.400 og niður að aðfalli.
Stangarfjöldi: Þrjár stangir seldar saman í pakka á tímabilinu 20. júní – 20. september. Seldir eru stakir dagar frá hádegi til hádegis.
Tímabil: 20. júní-20 september.
Leyfilegt agn: Eingöngu fluguveiði leyfð með flugustöngum. Öllum laxi yfir 68 cm skal sleppt. Drepist lax yfir stærðarmörkum ber að afhenda hann veiðiverði.
Hentugustu veiðitæki: Einhenda fyrir línu 8-9.
Bestu flugur: Gárutúbur, Sunrise Shadow, Colly dog, Snældur, Munroe Killer og Francis.
Staðhættir og aðgengi: Misjafnt. Gott að sumum stöðum en erfitt að öðrum. Æskilegt að veiðimenn séu vel á sig komnir.
Kvóti: Einn hængur undir 68 cm á stöng á vakt, ekki er heimilt að færa óveiddann kvóta á milli vakta.
Vinsamlegast fylgið veiðireglum í hvívetna. Verði menn uppvísir að veiðbrotum varðar það tafarlausum brottrekstri af svæðinu.
Veiðihús:
Sjálfmennskuhús nálægt ánni. Húsgjald er 45 þús á holl fyrir uppábúið og þrif.
Veiðikort: Blanda IV
Veiðibók: Er staðsett í veiðihúsinu. Veiðimönnum er skylt að skrá allan afla daglega.
Vatnsstaða: Þegar líða tekur á sumarið er árviss viðburður að hækka tekur í Blöndulóni sem nær hámarki þegar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið. Er þá talað um að Blanda fari á yfirfall.
Þegar Blanda fer á yfirfall hækkar yfirborð árinnar nokkuð og litast hún talsvert með þeim afleiðingum að áin verður erfiðari til veiða. Verð veiðileyfa í ágúst mánuði tekur mið af þeim möguleika að áin geti hugsanlega orðið illveiðanleg, enda ómögulegt að spá nokkuð fyrirfram um hvort eða hvenær áin fari á yfirfall. Lax-á getur því ekki borið ábyrgð sé áin á yfirfalli þegar veiðimenn eru við ánna.
Á undanförnum árum hefur verið mjög misjafnt hvenær áin hefur litast, sumarið 2013 litaðist áin t.a.m. lítið sem ekkert og gerðu margir frábæra veiði það árið langt fram í september. Árið 2014 fór áin á yfirfall þann 30.08 og veiddist mjög vel fram að þeim tíma.
Bókanir og nánari upplýsingar:
Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100,
Staðsetning