Deildará er þriggja stanga laxveiðiperla á Melrakkasléttu. Í Deildará má finna margar tegundir íslenskra ferskvatnsfiska. Ber þar hæst atlantshafslaxinn en einnig má finna bleikju og urriða bæði staðbundin og sjógengin. 

Ásamt laxveiðinni er býður svæðið upp á mjög góða silungsveiði í ám og vötnum en þrjú leyfi í silunginn fylgja með hverju holli. Áin er því til dæmis tilvalin fyrir stórfjölskylduna þar sem allir geta dýft öngli í vatn.

Veiðihús:  Við ána er glæsilegt og rúmgott veiðihús með allri aðstöðu til að gera vel við sig í mat og drykk: rúmgóð stofa, fullbúið eldhús með helluborði og ofni, ísskáður og að sjálfsögðu grill á pallinum.

Í veiðihúsinu má finna þrjú stór herbergi – öll með sér baði. Veiðimenn mega mæta í veiðihús 45 mínútum áður en veiði hefst og þurfa að yfirgefa húsið eigi síðar en klukkustund eftir að veiðitíma er lokið. Hægt er að kaupa þrif á húsið fyrir 20.000,-kr. Kjósi veiðimenn að þrífa veiðihúsið sjálfir þarf að skilja við það eins og komið var að því.  Uppábúið rúm kostar 1.500 á mann.

Staðsetning: Norðausturland- Melrakkaslétta rétt sunnan við Raufarhöfn

Stangarfjöldi: 3 stangir. Seld eru tveggja og þriggja daga holl frá hádegi til hádegis.

Tímabil í Deildará: 20.06 – 20.09

Daglegur veiðitími: 12 tímar á dag að hámarki

Meðalvigt: 8 pund.

Leyfilegt agn: Eingöngu Fluga

Kvóti: Tveir smálaxar undir 70 cm á stöng á dag. Laxi 70 cm og yfir ber að sleppa án undantekninga.

Hentugustu veiðitæki: Einhenda 8-9″ fyrir línu 5-7.

Bestu flugur í Deildará: Green butt, Collie Dog, Red Frances, Haugur, Sunray shadow, ýmsar gárutúbur.

Kort: Deildará kort

Bókanir og nánari upplýsingar:

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100

Staðsetning