Hvannadalsá er gullfaleg laxveiðiá við Ísafjarðardjúp, tilvalin fyrir fjölskyldur og litla hópa. Áin er blátær og auðvelt er að koma auga á tifandi laxinn í gljúfrunum. Veiðisvæði Hvannadalsár er fremur stutt upp að Stekkjarfossi en áin er mun vatnsmeiri og straumþyngri en Langadalsá. Árnar eru oft kallaðar systurnar við djúp enda hafa þær sameiginlegan ós. Á undanförnum árum hafa verið öflugar sleppingar gönguseiða í Hvannadalsá sem hafa lyft henni í hóp áhugaverðari 2-3 stanga laxveiðiáa landsins.

IMG_1903Staðsetning: Ísafjarðardjúp, um 275 km frá Reykjavík. Hólmavík er í um 40. mín akstursfjarlægð.

Veiðisvæði: Geysifallegt. Hvannadalsá öll að Stekkjarfossi. Á ósasvæðinu má fá góða sjóbleikjuveiði í kringum sjávarföll.

Stangarfjöldi: 2 til 10 júl-3 stangir eftir það. Seldur er einn eða fleiri dagar frá hádegi til hádegis.

Tímabil: 20. júní til 25. september.

Daglegur veiðitími:

7–13 og 16–22 (20. jún. – 20. ág.)

7–13 og 15–21 (21. ág. – 25. sept.)

Leyfilegt agn: Fluga og skylduslepping á öllum laxi

Veiðitæki: Einhenda, lína 7-9, jafnvel tvíhenda snemma tímabils.

Veiði 2007: 176 laxar
Veiði 2008: 327 laxar
Veiði 2009: lokatölur vantar
Veiði 2010: 465 laxar
Veiði 2011: 108 laxar
Veiði 2012: 72 laxar
Veiði 2013: 213 laxar

SONY DSCBestu flugur: Gárutúbur, Frances, Microtúbur og Collie Dog.

Staðhættir og aðgengi: Gangur er að efstu veiðistöðum.

Veiðistaðalýsing: Hvannadalsá veiðistaðalýsing

Veiðihús: Veiðihúsið sem notað var áður við Langadalsá fylgir núna Hvannadalsá. Húsið er lítið með 4 herbergjum sem í eru efri og neðri koja. Aðgerðarhús er sér og það er rúmgott og nóg pláss fyrir veiðibúnað. Húsið er komið nokkuð til ára sinna en þar er notalegt að vera.

ATH! Taka þarf með sængur eða svefnpoka.

Leiðarlýsing í veiðihúsið: Húsið er staðsett í Langadal en þangað eru um 50km frá Hólmavík. Frá Hólmavík er ekinn vegur  nr 61 og skilti vísar á Ísafjörð.  Ekið er yfir Steingrímsfjarðarheiði þangð til komið er að skilti merktu með veganúmeri 635 á hægri hönd.  Farið er framhjá þessu skilti og ekið nokkra metra áfram og þá er upplýsingastopp (bílaplan með bekk og upplýsingaskilti) á vinstri hönd.  Næsti afleggjari þar við er malarvegurinn inn í Langadal.   Þessi malarvegur er ekinn inn dalinn og framhjá nokkrum sumarhúsum á vinstri hönd og eftir 4 km er veiðihúsið við Langadalsá staðsett á hægri hönd en til að komast í Hvannardalsárhúsið er ekið framhjá Langadalsárhúsinu og um 2 km lengra og þá er Hvannadalsrárhúsið á vinstri hönd, hvítt að lit.  Ekki þarf að fara yfir brúna yfir Langadalsá til að fara í Hvannadalsárhúsið.

Umgegnisreglur: Veiðimenn mega koma í húsið 1 klst fyrir veiðitíma og skal húsið rýmt einni klst eftir að veiðitíma líkur. Munið að ræsta og hreinsa rusl. Taka þarf með sér sængur og rúmföt eða svefnpoka.

Bókanir og nánari upplýsingar: 

Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100

Staðsetning

IMG_1829IMG_1856

SONY DSC

IMG_1867

SONY DSC

SONY DSC

IMG_1797