Einstök náttúrufegurð og kyrrð fjarri skarkala höfuðborgarinnar. Góður kostur til að þjappa saman fjölskyldu- og / eða vinahópum í stóru og rúmgóðu veiðihúsi. Eingöngu er veitt á flugu allt tímabilið enda er áin fullkomin fluguveiðiá.

David20pundari

Skylduslepping: Skylt er að sleppa öllum laxi. Við hvetjum veiðimenn einnig til að sleppa bleikju í ánni þar sem stofninn hefur dalað nokkuð. Eftir 15.08 er skylduslepping á bleikju.

Staðsetning: Ísafjarðardjúp, um 275 km fjarlægð frá Reykjavík. Hólmavík í um 40 mín. akstursfjarlægð.

Veiðisvæði: Lygn og falleg fluguveiðiá. Veiðisvæði um 18 km með 37 hyljum, lítið um fossa.

Stangarfjöldi: 4 stangir

Tímabil: 24. júní – 24. sept

Daglegur veiðitími:

7–13 og 16–22 (24. jún.–20. ág.)

7–13 og 15–21 (21. ág. – 24. sept.)

Veiði 2006: 329 laxar
Veiði 2007: 226 laxar
Veiði 2008: 369 laxar
Veiði 2009: 363 laxar
Veiði 2010: 256 laxar
Veiði 2011: 263 laxar
Veiði 2012: 152 laxar
Veiði 2013: 457 laxar
Veiði 2014: 158 laxar
Veiði 2015: 453 laxar
Veiði 2016: 245 laxar

Meðalvigt: 7 pund

Leyfilegt agn: Eingöngu fluga með þar til gerðum flugustöngum. Kaststangir bannaðar.

Kvóti: Tveir smálaxar á stöng á dag

Veiðitæki: Einhenda 9–10”, flotlína 7-9.

Bestu flugur: Gárutúbur, svartur og rauður Francis, Black Sheep, Microtúbur og Collie Dog.

Staðhættir og aðgengi: Vel fært á fólksbíl meðfram ánni.

DSC_3374

Veiðihús: Rúmgott og fallegt veiðihús sem samanstendur af tveimur skálum sem tengdir eru saman með stórri verönd. Í öðrum skálanum er setustofa og eldhús en í hinum eru 8 rúmgóð tveggja manna herbergi.  Svefnpokagisting, en einnig hægt að fá uppábúið en þá þarf að hafa samband tímanlega við skrifstofu Lax-á í síma 531-6100 og ganga frá því. Aðgerðarhús og gufa á veröndinni og gasgrill. Frábær aðstaða fyrir veiðimenn og fjölskyldur þeirra.

Leiðarlýsing í veiðihúsið: Húsið er staðsett í Langadal en þangað eru um 47km frá Hólmavík.   Frá Hólmavík er ekinn vegur  nr 61 og skilti elt vísar á Ísafjörð.  Ekið er yfir Steingrímsfjarðarheiði þangð til komið er að skilti merktu með veganúmeri 635 á hægri hönd. Farið er framhjá þessu skilti og ekið nokkra metra áfram og þá er upplýsingastopp á vinstri hönd.  Næsti afleggjari þar við er malarvegurinn inn í Langadal.   Þessi malarvegur er ekinn inn dalinn og framhjá nokkrum sumarhúsum á vinstri hönd og eftir 4 km er veiðihúsið staðsett við ána á hægri hönd.

Hvað þarf að taka með sér:  Sængur eða svefnpoka, rúmföt, tuskur, handklæði og viskastykki.

Umgengnisreglur: Veiðimenn mega koma í hús 1 klst. fyrir veiðitíma en brottfarardag skulu þeir rýma hús 1 klst. eftir að veiðitíma lýkur. Munið ávallt að ræsta hús og hirða rusl.

Skyldugisting: Veiðihús innifalið í verði.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Sigurður Marinó Þorvaldsson 821-8080

Veiðikort: Kort 1 – Kort  2

Staðsetning

DSC00084L1100832DSC00018DSC_3369DSC00111DSC_3363gg7