Sogið er vatnsmesta bergvatnsá landsins, Það fellur úr Þingvallavatni og sameinast Hvítá í Árnessýslu 20 km. neðar, suðaustan Ingólfsfjalls. Ásgarður er fornfrægt veiðisvæði í Soginu, þekkt fyrir stórlaxa og vænar bleikjur. Svæðið er kjörið til fluguveiða þar sem hver tökustaðurinn rekur annan.

Veiðisvæðið:Veiðimörk nær frá veiðimörkum Ásgarðs og Syðri Brúar, niður að víkinni neðan gamla veiðihússins.

Veiðileyfi: Þrjár stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman í pakka frá hádegi til hádegis.

Veiðitími: Veiðitími í Ásgarði er 1. Júlí – 30. september. Frá 1.Júlí til 20.ágúst eru veiddar tvær vaktir, sú fyrri á kvöldvakt frá kl 16-22 og sú síðari á morgunvakt frá kl 7-13. Frá 20. ágúst til loka veiðitíma er seinni vaktin veidd frá kl 15-21.

Leyfilegt agn: Eingöngu fluga

Skylt er að sleppa öllum laxi. 

Veiðihús: Ekkert veiðihús fylgir.
Hægt er þó að leigja veiðihúsið við Ásgarð kjósi veiðimenn það svo lengi sem það er laust en í húsinu er pláss fyrir allt að 8 manns. Veiðihúsið er með besta móti við árbakkann með útsýni úr heita pottinum yfir ánna. Þar er einnig gufa og útisturta sem skapa góðar aðstæður til þess að slake vel á eftir veiðidaginn. Það eru 4 svefnherbergi í húsinu, þar af þrjú með tveimur einstaklingsrúmum og eitt með tvíbreiðu rúmi. Fimm salerni eru í húsinu, 2 innisturtur og ein útisturta, góðar eldunaraðstæður, Netflix og grill.
Hafið samband við skrifstofu fyrir frekari upplýsingar varðandi húsið, hér er einnig að finna fleiri myndir.

Veiðikort: Sog Ásgarður kort

Aðgengi: Fólksbílafært, sumir veiðistaðir eru örskot frá húsinu.

Veiðitæki: Tvíhenda 12-14 fet, einhenda fyrir línu 7-9. Bestu flugur: Gárutúbur, Black Sheep, Microtúbur og Collie Dog.

Leiðarlýsing í Ásgarð: Veiðisvæðið er u.þ.b. 67km frá Reykjavík. Sé þjóðvegur 1 ekinn úr höfuðborginni er beygt til vinstri inn á Biskupstungabraut (35) rétt áður en ekið er inn á Selfoss. Eftir að komið er yfir brúnna við Þrastarlund er fljótlega tekin vinstri beygja inn á Þingvallaveg (36). Þar eru eknir ca. 3,5km þar til komið er að ruslagámum á vinstri hönd. Við gámana er tekinn afleggjari til vinstri inn í sumarbústaðahverfið. Eftir það skal taka aðra beygju til hægri og sá slóði ekinn þar til komið er að veiðihúsinu.

ATH: Hafa þarf samband við Lax-Á fyrir veiði til að komast í gegn um hlið. Við setjum síma hjá veiðimönnum í hliðið svo hægt sé að opna.

Veiðieftirlitsmaður:  Þorfinnur Snorrason S: 8352080

Veiðileyfi og upplýsingar: Skrifstofa Lax-á í síma 531-6100

Staðsetning