Svartá er í Svartárdal er gullfalleg fluguveiðiá. Svartá rennur í Blöndu í Langadal og er áin líkt og Blanda þekkt fyrir væna laxa. Veiðisvæðið byrjar við veiðistaðinn Gullkistu en þar rétt fyrir ofan er Ármót sem hefur verið aflahæsti veiðistaðurinn í Svartá ár eftir ár. Þar ræður reyndar vatnshæð Blöndu mestu um. Efsti veiðistaðurinn á Laxasvæðinu er Teigakot
Svartá er meðalstór bergvatnsá með 480 ferkm. vatnasvið. Meðalveiði síðustu 10 ára er 328 laxar, minnst árið 2012, 148 laxar en mest 572 laxar árið 2010. Sameiginlegt veiðifélag er með Blöndu og Svartá.
Staðsetning: Svartá í Svartárdal er í um 270km fjarlægð frá Reykjavík, u.þ.b. 28km frá Blönduósi.
Leyfilegt agn: Eingöngu fluga með þar til gerðum flugustöngum, kaststangir eru bannaðar við ána. Skylt er að sleppa öllum laxi yfir 68 cm. Drepist lax yfir mörkum í löndum ber að afhenda hann veiðiverði.
Kvóti: Einn hængur undir 68 cm á hverja greidda dagstöng á vakt. Veiða má og sleppa eftir að kvóta er náð.
Veiðihús: Veiðihúsið er innifalið í veiðileyfinu en hvert holl greiðir kr 45.000 aukreitis fyrir uppábúin rúm og þrif: Snyrtilegt 5 herbergja hús, þar af er eitt herbergi í aukahúsi. Öll herbergin eru tveggja manna og fer vel um 10 manns í húsinu. Góð setustofa og borðstofa eru til staðar ásamt heitum potti á verönd. Aðgerðahús og vöðlugeymsla er til staðar í sérhúsi. Í húsinu eru 10 sængur. Allur borðbúnaður er til staðar fyrir 10 manns og uppþvottavél er í eldhúsi, gasgrill er á veröndinni.
Það sem þarf að taka með: Það þarf að taka með sængurföt, handklæði og sápur, tuskur og viskastykki. Athugið að hægt er að panta þrif og uppábúið gegn gjaldi með góðum fyrirvara.
Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá og með Gullkistu að og með Teigakoti. Alls spannar veiðisvæði Svartár um 30km með yfir 70 merktum veiðistöðum. Gott aðgengi er að flestum veiðistöðum.
Stangarfjöldi: 3 stangir, seljast saman og sú fjórða fylgir með.
Tímabil: 1. júlí – 30. september.
Daglegur veiðitími:
7–13 og 16–22 (20. jún. – 20. ág.)
7–13 og 15–21 (21. ág. – 30. sept.)
Veiðitæki: Einhenda 9” fyrir línu 6-8, flotlína, intermediate.
Bestu flugur: Rauð og svört Frances, Black Sheep & Silver Sheep, Undertaker, Snældur, Collie Dog, Sunray Shadow, Black Ghost. Oft gefur vel að nota gárubragð í Svartá.
Staðhættir og aðgengi: Mjög gott, fólksbílafært.
Umsjónarmaður/veiðivörður: Hólahvarf við Blöndu S: 4514070
Veiðikort: Kort af Svartá
Veiðibók: Er í veiðihúsinu, munið að skrá afla daglega.
Bókanir og nánari upplýsingar:
Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100