Ásgarður Hólmasvæði

Hólmasvæðið í Ásgarði er frábært veiðisvæði. Í vorveiðinni er boðið upp á ódýr veiðileyfi heilan dag í senn. Gisting fylgir ekki leyfunum.


Veiðisvæðið: Í upphafi veiðitíma, þ.e. frá 1. apríl til 20. júní er veitt frá markagirðingu við Álftavatn og upp allt Ásgarðssvæðið, að veiðimörkum Ásgarðs og Syðri Brúar. Eftir 20.  júní er aðeins veitt á svokölluðu silungasvæði. Þá afmarkast svæðið af víkinni neðan gamla veiðihússins og að markagirðingu við Álftavatn.

Veiðileyfi: þrjár stangir stangir eru leyfðar á svæðinu frá opnun til 20.06 og eru þær seldar stakar. Eftir 20.06 eru tvær stangir á svæðinu og eru þær seldar saman.

Veiðitími: Allt tímabilið er  veidd ein samfelld vakt frá klukkan 8-20 án hlés.

 

Leyfilegt agn: Fluga

Veiðireglur: Veiða og sleppa bæði laxi og silung án undantekninga

Veiðihús: Ekkert veiðihús.
Hægt er þó að leigja veiðihúsið við Ásgarð kjósi veiðimenn svo og er þar pláss fyrir allt að 8 manns. Veiðihúsið er staðsett við árbakkann með útsýni úr heita pottinum yfir ána. Þar er einnig sauna og útisturta sem skapa góðar aðstæður til þess að slaka vel á eftir veiðidaginn. Það eru 4 svefnherbergi í húsinu, þar af þrjú með tveimur einstaklingsrúmum hvert og eitt með tvíbreiðu rúmi. Fimm salerni eru í húsinu, 2 innisturtur og ein útisturta, heitur pottur , góðar eldunaraðstæður, Netflix og kolagrill.
Hafið samband við skrifstofu fyrir frekari upplýsingar varðandi húsið, hér er einnig að finna fleiri myndir.

Leiðarlýsing að veiðisvæði: (eftir 20. júní) Tekin er beygja til vinstri rétt eftir að ekið hefur verið yfir brúna við Þrastalund. Ekið upp Grímsnesveg á vegi 36 um það bil 3,5km, þá er komið að afleggjara til vinstri, á skiltinu stendur „Skjólborgir“ það er afleggjari að Hólmasvæði.  Ekin er stutt vegalengd, þá beygt til vinstri, þar sem komið er að hliði. Veiðimenn eru beðnir að hittast á þessum stað til að skipta svæðinu á milli sín. Til að fara á Hólmasvæðið er ekið í gegnum hliðið, en aðeins handhafar veiðileyfa hafa aðgang að hliðinu.  Til að komast á efri hluta, þá er ekið lengra eftir Grímsnesvegi, framhjá Grímsborgum og næst tekinn afleggjari til vinstri við næstu sumarhúsabyggð.  Hlið er inná svæðið og hafa handhafar veiðileyfa aðgang að hliðinu.  Ekið er áfram eftir veginum sem liggur til hægri og því næst til vinstri, þar til komið er bílastæði og þaðan gengið á veiðislóð. Veiðimenn eru beðnir að virða rétt sumarhúsaeigenda og fara aðeins um svæðið á til þess gerðum slóðum og í gegnum hlið.

Umgengni og aðstæður: Veiðimenn eru beðnir að fara varlega á bökkum Sogsins. Æskilegt er að nota ávallt björgunarvesti . Gangið vel um og takið með ykkur allt rusl.

Veiðieftirlitsmaður:  Þorfinnur Snorrason S: 8352080

Nánari upplýsingar á skrifstofu í s: 531-6100