Silungasvæði Tungufljóts hefur verið á uppleið síðustu ár og þeir sem hafa lagt sig fram hafa gert oft á tíðum góða veiði. Svæðið er afar víðfemt og nær frá ármótum Einholtslæks og Tungufljóts og í raun eins langt upp með fljótinu og menn kæra sig um að fara. Vel rúmt er um þær 8 stangir sem er leyft að veiða á.
LAO_2771
Staðsetning: Suðurland, Biskupstungum, um 100 km frá Reykjavík.

Veiðisvæði:  Fyrir ofan ármót Einholtslækjar og Tungufljóts og upp fyrir brú á þjóðvegi 35 við Geysi. Einnig þverár Tungufljóts, Laugá, Beiná og Almenningsá. Veiðisvæðið er mjög fallegt, allt frá stórum straumhörðum hyljum til lítilla lygnubakka í þveránum. Urriðinn getur orðið mjög vænn og þeir sem best þekkja til geta oft sett í skemmtilega veiði.

Alls ekki má veiða í Einholtslæk !!

Athugið að eingöngu má veiða og sleppa!

Stangarfjöldi: 8 stangir

Tímabil: 1. apríl – 20. sept

Daglegur veiðitími:
07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00 (1. apríl – 20. ág.)
07:00 – 13:00 og 15:00 – 21:00 (21. ág. –20. sept.)

Leyfilegt agn:  Fluga og spúnn

DSCF7351

Veiðitæki: Einhenda 9-10”, lína 5-7

Bestu flugur: Black Ghost, Dentist, Rektor, Svartur Nobbler, Olive Nobbler og Þingeyingur.

Staðhættir og aðgengi:  Hægt er að aka víða að veiðistöðum, en vatnasvæðið er geysivíðfeðmt. Ef menn ætla að komast um það allt er ekki um annað að ræða en að ganga.

Veiðihús: Nei.

Umsjónarmaður: Skrifstofa Lax-a s. 531 6100

Undanfarin ár hafa menn verið að þreifa sig áfram með veiði í Tungufljóti. Þarna er veiddur staðbundinn silungur, bæði urriði og bleikja, sem getur orðið talsvert vænn

Auk Tungufljóts tilheyra hliðarár einnig veiðisvæðinu. Má þar til nefna bæði Laugaá og Almenningsá, en drjúgt hefur veiðst þar við ármótin.

DSCF4009DSCF4071LAO_2449DSCF4067DSCF4047DSCF3970DSCF4075DSCF7347DSCF7411LAO_2384DSCF3967