Stóra Laxá 2018

Síðustu tvö sumur hefur Stóra Laxá byrjað tímabilið af fítónskrafti. Opnunarhollin á öllum svæðum áttu frábæra daga og allur fiskur sem veiddist var rígvænn.

Á svæði fjögur vissu menn að von var á góðu þegar Breiðan var skyggnd dagana fyrir opnum. Laxar lágu þar nánast í stöflum og inn á milli voru svakalegir drekar sem voru áætlaðir vel yfir 20 pundin. Enginn af þessum stóru höfðingjum hrökk á land en gaman er að vita að Stóra geymir enn þessa íturvöxnu laxa. 

Opnanir á öllum svæðum eru seldar á næsta ári en við eigum flotta daga á lausu snemma tímabils. 

Svæði 4 – 2-4.07 og 6-9.07. Allar fjórar stangir lausar.

Svæði 3 – 7-9.07 og 12-15.07. Báðar stangir lausar. 

Svæði 1&2 – 6-9.07 = tvær lausar, 9-12.07 = 4 stangir lausar. 

 

Gleðilegt nýtt veiðiár!

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is