Stóra Laxá var orðin illa þjáð af vatnsskorti sem aftur háði veiðiskap. Nú loks gerði rigningu síðustu daga og þá var ekki að sökum að spyrja að veiðin tók við sér á öllum svæðum.
Leiðsögumaður á okkar vegum skannaði alla ána og sagi okkur aðþað væri líf á mörgum stöðum. Þeir eyddu einni kvöldstund á svæði 1&2 og fengu fjóra úr Bergsnös og urðu varir víðar.
Glæsilegt að hann er að mæta í Stóru og nú eigum við vonandi von á veislu framundan.
Við eigum nokkar forfallastangir lausar á svæði 1&2 í september, þær má finna hér: Stóra 1&2
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is