Hann Tryggvi Haraldsson var við veiðar í Hallá og sendi okkur þennan skemmtilega pistil og mynd af stórlaxinum:
Okkar holl 11.-12.júlí veiddi stærsta lax sumarsins í Hallá (skv. veiðibók).
Ég sendi þér mynd en það var einkar ánægjulegt að faðir okkar (Haraldur Tryggvason, fékk þennan túr í sextugs afmælisgjöf) fékk þann fisk sem var 13 pund eftir að hafa misst tvo af slíkri stærðargráðu áður en þessi tók. Í þeim látu brotnaði stöng og fleira. Þessi fiskur veiddist í Kjalarlandsfossum og barðist duglega fyrir lífi sínu.
Við sem vorum á hinni stönginni fengum svo sinn hvorn laxinn upp á 4 pund. Við fengum því 3 laxa sem hefðu hæglega getað orðið fleiri.
Það er skemmst frá því að segja að það er allt morandi í laxi í þessari viðkvæmu á og voru þá öflugustu veiðistaðirnir Hafurstaðahylur, Fossar og Kjarlarlandsfossar.